Viðskipti innlent

Vogunarsjóður kaupir kröfur

ÓKÁ skrifar
Frá aðalfundi Glitnis í febrúar 2008.
Frá aðalfundi Glitnis í febrúar 2008. Fréttablaðið/Rósa

Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) hefur selt kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis á 28 milljarðar króna.

Frá því er greint í Viðskiptablaðinu að meðal kaupenda hafi verið vogunarsjóður í eigu Johns Paulson.

Paulson stórgræddi á því að veðja á hrun undirmálslánamarkaðarins í Bandaríkjunum árið 2007.

Nýverið er hann hins vegar sagður hafa tapað verulega með því að veðja á að gullverð héldi áfram að hækka.

Fyrir söluna var LBI þriðji stærsti kröfuhafi Glitnis. Nú segir Viðskiptablaðið að Paulson eigi 20 milljarða kröfu á þrotabúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×