Barátta litla og stóra bróður Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lars Christiansen tekur hér vítakast í leik á móti Þjóðverjum á Evrópumótinu í Serbíu fyrir ári. Mynd/Nordic Photos/Getty Lars Christiansen er leikjahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi en hann er í öðru hlutverki að þessu sinni á HM á Spáni. Christiansen er handboltasérfræðingur hjá danska ríkissjónvarpinu en hann hætti að spila með landsliðinu í fyrra eftir að hafa leikið 338 leiki og skorað 1.503 mörk. Christiansen ræddi við Fréttablaðið í Sevilla í gær þar sem hann fór yfir eftirminnilega leiki gegn Íslendingum og hvaða möguleika hann sæi í stöðunni fyrir viðureign Íslendinga og Dana sem fram fer í kvöld. „Ég man ekki hvað ég hef spilað marga landsleiki gegn Íslandi en margir þeirra hafa verið eftirminnilegir. Það eru tveir leikir sem standa upp úr. Leikurinn um þriðja sætið gegn Íslandi á Evrópumeistaramótinu árið 2002 í Svíþjóð – þar náðum við verðlaunasæti í annað sinn á stórmóti. Og hinn leikurinn var í Álaborg í undankeppni fyrir HM 1997 í Japan. Þar höfðu Íslendingar betur og skildu okkur eftir með sárt ennið – ég gleymi þeim leik aldrei og það var erfitt að sitja heima og fylgjast með HM það árið," sagði Christiansen, sem lék með Flensborg í Þýskalandi frá árinu 1996 til 2010. „Það er alltaf rígur þegar Ísland og Danmörk mætast í handboltalandsleik – eins og barátta hjá litla og stóra bróður.Íslendingar gefast aldrei upp „Danir bera alltaf virðingu fyrir íslenska landsliðinu í handbolta og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir að það vanti marga lykilmenn í íslenska liðið á þessu móti. Ísland er með marga unga leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en áður. Liðið er þrátt fyrir það sterkt og gæti alveg náð í átta liða úrslit. Ég spái því að Danir verði heimsmeistarar, Spánverjar í öðru, Frakkar í þriðja og Ungverjar í fjórða. Ég verð því að setja Íslendinga í fimmta sætið en það gæti reynst þeim erfitt því það þarf mikla breidd í leikmannahópinn ef lið ætla sér að ná langt í svona keppni – HM er nánast eins og hraðmót." „Íslendingar hafa náð stórkostlegum árangri sem handboltaþjóð og það er stórmerkilegt að svona fámenn þjóð geti búið til svona marga góða leikmenn. Það sem hefur einkennt Íslendinga í gegnum tíðina er samstaða þeirra og barátta í vörninni. Þeir gefast aldrei upp og ég fékk oft að finna heldur betur fyrir því. Það hafa öll lið fengið að kenna á hörkunni hjá íslenskum leikmönnum – þeir gefa aldrei neitt eftir," sagði Christiansen og brosti. „Danir eru aðeins öðruvísi þenkjandi og við höfum oft brennt okkur á því gegn Íslendingum og vanmetið samstöðu þeirra og styrk. Hvað varðar leikinn í kvöld þá held ég að Danir landi sigri eftir mikla baráttu. Mikkel Hansen hefur fengið að hvíla í tveimur leikjum fram til þessa og Ulrik Wilbek hefur einnig skipt leiktíma annarra leikmanna mjög jafnt á milli þeirra. Breiddin er gríðarleg í danska liðinu og hefur sjaldan verið meiri. Varnarleikurinn er aðalstyrkur danska liðsins og markverðirnir eru báðir í heimsklassa – Niklas Landin er að mínu mati einn sá besti í heiminum í dag," sagði Christiansen, en hann telur að Ísland eigi eftir að gera Dönum lífið leitt í Sevilla í kvöld.Tveir Íslendingar í heimsklassa „Það eru gæðaleikmenn í heimsklassa í íslenska liðinu, eins og Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. Markvarslan hefur oft verið vandamál hjá Íslendingum en þeir eiga betri markverði en áður. Ef Ísland nær upp góðri vörn sem skilar af sér hraðaupphlaupum geta þeir unnið hvaða lið sem er. Fá lið útfæra hraðaupphlaup sín betur en Íslendingar," sagði Lars Christiansen. Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Lars Christiansen er leikjahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi en hann er í öðru hlutverki að þessu sinni á HM á Spáni. Christiansen er handboltasérfræðingur hjá danska ríkissjónvarpinu en hann hætti að spila með landsliðinu í fyrra eftir að hafa leikið 338 leiki og skorað 1.503 mörk. Christiansen ræddi við Fréttablaðið í Sevilla í gær þar sem hann fór yfir eftirminnilega leiki gegn Íslendingum og hvaða möguleika hann sæi í stöðunni fyrir viðureign Íslendinga og Dana sem fram fer í kvöld. „Ég man ekki hvað ég hef spilað marga landsleiki gegn Íslandi en margir þeirra hafa verið eftirminnilegir. Það eru tveir leikir sem standa upp úr. Leikurinn um þriðja sætið gegn Íslandi á Evrópumeistaramótinu árið 2002 í Svíþjóð – þar náðum við verðlaunasæti í annað sinn á stórmóti. Og hinn leikurinn var í Álaborg í undankeppni fyrir HM 1997 í Japan. Þar höfðu Íslendingar betur og skildu okkur eftir með sárt ennið – ég gleymi þeim leik aldrei og það var erfitt að sitja heima og fylgjast með HM það árið," sagði Christiansen, sem lék með Flensborg í Þýskalandi frá árinu 1996 til 2010. „Það er alltaf rígur þegar Ísland og Danmörk mætast í handboltalandsleik – eins og barátta hjá litla og stóra bróður.Íslendingar gefast aldrei upp „Danir bera alltaf virðingu fyrir íslenska landsliðinu í handbolta og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir að það vanti marga lykilmenn í íslenska liðið á þessu móti. Ísland er með marga unga leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en áður. Liðið er þrátt fyrir það sterkt og gæti alveg náð í átta liða úrslit. Ég spái því að Danir verði heimsmeistarar, Spánverjar í öðru, Frakkar í þriðja og Ungverjar í fjórða. Ég verð því að setja Íslendinga í fimmta sætið en það gæti reynst þeim erfitt því það þarf mikla breidd í leikmannahópinn ef lið ætla sér að ná langt í svona keppni – HM er nánast eins og hraðmót." „Íslendingar hafa náð stórkostlegum árangri sem handboltaþjóð og það er stórmerkilegt að svona fámenn þjóð geti búið til svona marga góða leikmenn. Það sem hefur einkennt Íslendinga í gegnum tíðina er samstaða þeirra og barátta í vörninni. Þeir gefast aldrei upp og ég fékk oft að finna heldur betur fyrir því. Það hafa öll lið fengið að kenna á hörkunni hjá íslenskum leikmönnum – þeir gefa aldrei neitt eftir," sagði Christiansen og brosti. „Danir eru aðeins öðruvísi þenkjandi og við höfum oft brennt okkur á því gegn Íslendingum og vanmetið samstöðu þeirra og styrk. Hvað varðar leikinn í kvöld þá held ég að Danir landi sigri eftir mikla baráttu. Mikkel Hansen hefur fengið að hvíla í tveimur leikjum fram til þessa og Ulrik Wilbek hefur einnig skipt leiktíma annarra leikmanna mjög jafnt á milli þeirra. Breiddin er gríðarleg í danska liðinu og hefur sjaldan verið meiri. Varnarleikurinn er aðalstyrkur danska liðsins og markverðirnir eru báðir í heimsklassa – Niklas Landin er að mínu mati einn sá besti í heiminum í dag," sagði Christiansen, en hann telur að Ísland eigi eftir að gera Dönum lífið leitt í Sevilla í kvöld.Tveir Íslendingar í heimsklassa „Það eru gæðaleikmenn í heimsklassa í íslenska liðinu, eins og Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. Markvarslan hefur oft verið vandamál hjá Íslendingum en þeir eiga betri markverði en áður. Ef Ísland nær upp góðri vörn sem skilar af sér hraðaupphlaupum geta þeir unnið hvaða lið sem er. Fá lið útfæra hraðaupphlaup sín betur en Íslendingar," sagði Lars Christiansen.
Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira