Barátta litla og stóra bróður Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lars Christiansen tekur hér vítakast í leik á móti Þjóðverjum á Evrópumótinu í Serbíu fyrir ári. Mynd/Nordic Photos/Getty Lars Christiansen er leikjahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi en hann er í öðru hlutverki að þessu sinni á HM á Spáni. Christiansen er handboltasérfræðingur hjá danska ríkissjónvarpinu en hann hætti að spila með landsliðinu í fyrra eftir að hafa leikið 338 leiki og skorað 1.503 mörk. Christiansen ræddi við Fréttablaðið í Sevilla í gær þar sem hann fór yfir eftirminnilega leiki gegn Íslendingum og hvaða möguleika hann sæi í stöðunni fyrir viðureign Íslendinga og Dana sem fram fer í kvöld. „Ég man ekki hvað ég hef spilað marga landsleiki gegn Íslandi en margir þeirra hafa verið eftirminnilegir. Það eru tveir leikir sem standa upp úr. Leikurinn um þriðja sætið gegn Íslandi á Evrópumeistaramótinu árið 2002 í Svíþjóð – þar náðum við verðlaunasæti í annað sinn á stórmóti. Og hinn leikurinn var í Álaborg í undankeppni fyrir HM 1997 í Japan. Þar höfðu Íslendingar betur og skildu okkur eftir með sárt ennið – ég gleymi þeim leik aldrei og það var erfitt að sitja heima og fylgjast með HM það árið," sagði Christiansen, sem lék með Flensborg í Þýskalandi frá árinu 1996 til 2010. „Það er alltaf rígur þegar Ísland og Danmörk mætast í handboltalandsleik – eins og barátta hjá litla og stóra bróður.Íslendingar gefast aldrei upp „Danir bera alltaf virðingu fyrir íslenska landsliðinu í handbolta og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir að það vanti marga lykilmenn í íslenska liðið á þessu móti. Ísland er með marga unga leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en áður. Liðið er þrátt fyrir það sterkt og gæti alveg náð í átta liða úrslit. Ég spái því að Danir verði heimsmeistarar, Spánverjar í öðru, Frakkar í þriðja og Ungverjar í fjórða. Ég verð því að setja Íslendinga í fimmta sætið en það gæti reynst þeim erfitt því það þarf mikla breidd í leikmannahópinn ef lið ætla sér að ná langt í svona keppni – HM er nánast eins og hraðmót." „Íslendingar hafa náð stórkostlegum árangri sem handboltaþjóð og það er stórmerkilegt að svona fámenn þjóð geti búið til svona marga góða leikmenn. Það sem hefur einkennt Íslendinga í gegnum tíðina er samstaða þeirra og barátta í vörninni. Þeir gefast aldrei upp og ég fékk oft að finna heldur betur fyrir því. Það hafa öll lið fengið að kenna á hörkunni hjá íslenskum leikmönnum – þeir gefa aldrei neitt eftir," sagði Christiansen og brosti. „Danir eru aðeins öðruvísi þenkjandi og við höfum oft brennt okkur á því gegn Íslendingum og vanmetið samstöðu þeirra og styrk. Hvað varðar leikinn í kvöld þá held ég að Danir landi sigri eftir mikla baráttu. Mikkel Hansen hefur fengið að hvíla í tveimur leikjum fram til þessa og Ulrik Wilbek hefur einnig skipt leiktíma annarra leikmanna mjög jafnt á milli þeirra. Breiddin er gríðarleg í danska liðinu og hefur sjaldan verið meiri. Varnarleikurinn er aðalstyrkur danska liðsins og markverðirnir eru báðir í heimsklassa – Niklas Landin er að mínu mati einn sá besti í heiminum í dag," sagði Christiansen, en hann telur að Ísland eigi eftir að gera Dönum lífið leitt í Sevilla í kvöld.Tveir Íslendingar í heimsklassa „Það eru gæðaleikmenn í heimsklassa í íslenska liðinu, eins og Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. Markvarslan hefur oft verið vandamál hjá Íslendingum en þeir eiga betri markverði en áður. Ef Ísland nær upp góðri vörn sem skilar af sér hraðaupphlaupum geta þeir unnið hvaða lið sem er. Fá lið útfæra hraðaupphlaup sín betur en Íslendingar," sagði Lars Christiansen. Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Lars Christiansen er leikjahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi en hann er í öðru hlutverki að þessu sinni á HM á Spáni. Christiansen er handboltasérfræðingur hjá danska ríkissjónvarpinu en hann hætti að spila með landsliðinu í fyrra eftir að hafa leikið 338 leiki og skorað 1.503 mörk. Christiansen ræddi við Fréttablaðið í Sevilla í gær þar sem hann fór yfir eftirminnilega leiki gegn Íslendingum og hvaða möguleika hann sæi í stöðunni fyrir viðureign Íslendinga og Dana sem fram fer í kvöld. „Ég man ekki hvað ég hef spilað marga landsleiki gegn Íslandi en margir þeirra hafa verið eftirminnilegir. Það eru tveir leikir sem standa upp úr. Leikurinn um þriðja sætið gegn Íslandi á Evrópumeistaramótinu árið 2002 í Svíþjóð – þar náðum við verðlaunasæti í annað sinn á stórmóti. Og hinn leikurinn var í Álaborg í undankeppni fyrir HM 1997 í Japan. Þar höfðu Íslendingar betur og skildu okkur eftir með sárt ennið – ég gleymi þeim leik aldrei og það var erfitt að sitja heima og fylgjast með HM það árið," sagði Christiansen, sem lék með Flensborg í Þýskalandi frá árinu 1996 til 2010. „Það er alltaf rígur þegar Ísland og Danmörk mætast í handboltalandsleik – eins og barátta hjá litla og stóra bróður.Íslendingar gefast aldrei upp „Danir bera alltaf virðingu fyrir íslenska landsliðinu í handbolta og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir að það vanti marga lykilmenn í íslenska liðið á þessu móti. Ísland er með marga unga leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en áður. Liðið er þrátt fyrir það sterkt og gæti alveg náð í átta liða úrslit. Ég spái því að Danir verði heimsmeistarar, Spánverjar í öðru, Frakkar í þriðja og Ungverjar í fjórða. Ég verð því að setja Íslendinga í fimmta sætið en það gæti reynst þeim erfitt því það þarf mikla breidd í leikmannahópinn ef lið ætla sér að ná langt í svona keppni – HM er nánast eins og hraðmót." „Íslendingar hafa náð stórkostlegum árangri sem handboltaþjóð og það er stórmerkilegt að svona fámenn þjóð geti búið til svona marga góða leikmenn. Það sem hefur einkennt Íslendinga í gegnum tíðina er samstaða þeirra og barátta í vörninni. Þeir gefast aldrei upp og ég fékk oft að finna heldur betur fyrir því. Það hafa öll lið fengið að kenna á hörkunni hjá íslenskum leikmönnum – þeir gefa aldrei neitt eftir," sagði Christiansen og brosti. „Danir eru aðeins öðruvísi þenkjandi og við höfum oft brennt okkur á því gegn Íslendingum og vanmetið samstöðu þeirra og styrk. Hvað varðar leikinn í kvöld þá held ég að Danir landi sigri eftir mikla baráttu. Mikkel Hansen hefur fengið að hvíla í tveimur leikjum fram til þessa og Ulrik Wilbek hefur einnig skipt leiktíma annarra leikmanna mjög jafnt á milli þeirra. Breiddin er gríðarleg í danska liðinu og hefur sjaldan verið meiri. Varnarleikurinn er aðalstyrkur danska liðsins og markverðirnir eru báðir í heimsklassa – Niklas Landin er að mínu mati einn sá besti í heiminum í dag," sagði Christiansen, en hann telur að Ísland eigi eftir að gera Dönum lífið leitt í Sevilla í kvöld.Tveir Íslendingar í heimsklassa „Það eru gæðaleikmenn í heimsklassa í íslenska liðinu, eins og Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. Markvarslan hefur oft verið vandamál hjá Íslendingum en þeir eiga betri markverði en áður. Ef Ísland nær upp góðri vörn sem skilar af sér hraðaupphlaupum geta þeir unnið hvaða lið sem er. Fá lið útfæra hraðaupphlaup sín betur en Íslendingar," sagði Lars Christiansen.
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira