Handbolti

Aron: Áttum erfitt uppdráttar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Aron Kristjánsson játaði fúslega að Danir hefðu verið einfaldlega betri í leiknum gegn Íslandi í kvöld.

„Þeir voru að spila frábæran handbolta," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson í kvöld.

„Við vorum að standa langt frá þeim í varnarleiknum. Við spiluðum ekki hjálparvörn og þeir náðu að slíta okkur í sundur."

„Það var svo sama hvað þeir gerðu - allt gekk upp. Hvort sem það var skot utan af velli, gegnumbrot, línuspil og svo framvegis. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í vörn."

„Það sem er hins vegar jákvætt er að við vorum að spila okkar besta sóknarleik í keppninni. Við fengum menn í gang sem var mjög gott."

„Nú þurfum við að fá bæði sókn og vörn til að smella saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×