Handbolti

Bjarki Már gerir tveggja ára samning við Aue

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarki Már
Bjarki Már Mynd / Valli
Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, gerir tveggja ára samning við þýska B-deildar liðið Aue, en leikmaðurinn mun skrifa undir samning við liðið á næstu dögum. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.

Rúnar Sigtryggsson mun þjálfa liðið næsta tímabilið en auk hans verða þeir Sveinbjörn Pétursson, markvörður, og Árni Þór Sigtryggsson hjá liðinu á næsta tímabili.

Íslendingarnir verða því fjórir hjá Aue á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×