Neytendur fá meiri gögn um kostnað Haraldur Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2013 07:30 Nú þurfa þeir sem óska eftir bílaláni að gera grein fyrir fjárhagsstöðu sinni. Fréttablaðið/GVA „Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira