Neytendur fá meiri gögn um kostnað Haraldur Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2013 07:30 Nú þurfa þeir sem óska eftir bílaláni að gera grein fyrir fjárhagsstöðu sinni. Fréttablaðið/GVA „Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
„Lögin ganga út á að auka neytendavitund og vernd þeirra sem taka lán og í þeim tilgangi eru settar ýmsar nýjar kvaðir á lánveitendur varðandi upplýsingagjöf áður en lánin eru veitt,“ segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Hún vísar þar til nýrra laga um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og ná meðal annars til íbúða- og bílalána, yfirdráttarheimilda, raðgreiðslusamninga og smálána. Samkvæmt lögunum þurfa bankar og aðrir lánveitendur að veita ítarlegar upplýsingar um kostnað og skilmála þessara lána áður en þau eru veitt. Þannig á að auðvelda samanburð á mismunandi valkostum í neytendalánum. „Lántakendur fá til að mynda eyðublöð þar sem eru settar fram ákveðnar upplýsingar á stöðluðu formi. Þar má nefna gildistíma samnings og heildarlántökukostnað. Þeir eiga einnig rétt á að fá samninginn í hendurnar eins og hann myndi á endanum líta út,“ segir Jóna. Hún bendir einnig á að neytendur geti nú hætt við að taka lán og fallið frá samningi í allt að fjórtán daga eftir að lán er veitt. „Á því tímabili má lánveitandi ekki krefjast svokallaðs uppgreiðslugjalds, sem hefur í vissum tilvikum verið innheimt þegar fólk kýs að greiða lán sín upp. Hins vegar þarf að greiða áfallna vexti og verðbætur og auðvitað lánið sjálft.“ Lögin fela einnig í sér aðrar breytingar frá fyrri lögum um neytendalán sem gera ekki eingöngu auknar kröfur til fjármálastofnana heldur einnig til neytenda. Þar á meðal er krafa um að lántakendur standist lánshæfismat, sem er byggt á viðskiptasögu og upplýsingum um vanskil, þegar einstaklingar sækja um lán undir tveimur milljónum króna eða þegar hjón eða fólk í sambúð óska eftir láni undir fjórum milljónum. „Þegar neytendalán fara yfir tvær milljónir króna þarf að skila inn enn ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu. Það þýðir að fólk þarf nú að gangast undir ítarlegt greiðslumat ef það óskar eftir bílaláni upp á meira en tvær milljónir,“ segir Jóna að lokum. haraldur@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira