Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 13:15 Lárus Welding ásamt lögmanni sínum Óttari Pálssyni og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari við fyrirtökuna í dag. Myndir/GVA Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur. Aurum Holding málið Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur.
Aurum Holding málið Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira