Vala Matt snýr aftur á Stöð 2 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. ágúst 2013 14:30 Vala Matt sjónvarpskona. Vala Matt leggur land undir fót og leitar uppi góðan mat í þáttunum Sælkeraferð um Ísland með Völu Matt sem hefja göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 12. september. „Við erum að fara hringinn um landið og leita uppi faldar perlur þar sem boðið er upp á besta íslenska matinn sem finnst,“ segir sjónvarpskonan Vala Matt þegar næst í hana í síma á ferðinni. „Við erum á Snæfellsnesinu núna. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og alveg með ólíkindum hvað það er mikil gróska í gangi og mikið til af stöðum þar sem verið er að bjóða upp á glænýjan fisk beint úr bátunum og svo auðvitað dýrindis lambakjötið beint ofan af fjalli, að ekki sé minnst á allt grænmetið sem verið er að rækta,“ segir Vala. „Við heimsækjum bæði veitingastaði og litla framleiðendur. Erum búin að fara Norðurlandið og förum á Austfirði á næstu dögum og svo á Vestfirðina.“ Vala er ekki með öllu ókunn umfjöllun um góðan mat þótt flestir þekki hana af heimsóknum hennar inn á smekkleg heimili. Hún segist mikill sælkeri sjálf og sprettur hugmyndin að þáttunum upp úr bók þar sem Vala tók saman helstu sælkerastaði á landinu. „Að leita uppi góðan mat er mín ástríða og það sem mér finnst skemmtilegast sjálfri við ferðalög, innanlands sem utan. Ég hafði fundið flesta staðina allan hringinn þegar ég vann bókina og fann svo fleiri til. Við höfum fengið frábærar móttökur alls staðar. Bæði er dásamlegt að keyra hringinn og upplifa landið og veðurblíðuna en ekki síður koma á staði sem ég hef ekki heimsótt áður, lítil þorp og sveitabæi. Þetta er hreint ævintýri þar sem ég er borgarbarn í húð og hár. En þess vegna nýt ég þess kannski enn þá betur þegar ég er komin út í náttúruna.“ Í þáttunum heimsækir Vala meðal annars Þóru Sigurðardóttur á Húsavík, þar sem hún rekur veitingastaðinn Pallinn, og bóndann í Lónkoti, sem tínir blóm og jurtir kringum bæinn í matreiðsluna. „Mér finnst áberandi hvað það er mikil tenging við náttúruna og landsbyggðina hjá ungu kynslóðinni,“ segir Vala. „Við heimsækjum margt ungt fólk sem hefur leitað aftur í heimahagana eftir að hafa búið í Reykjavík eða erlendis árum saman og sækir aftur í þetta ferska hráefni sem við eigum hér á Íslandi. Við skoðum staðina og kynnumst viðmælendum sem svo búa til einn dásamlegan rétt í lok þáttar. Þannig fáum við alls konar hugmyndir og lærum ný trikk í eldhúsinu, sem mér finnst alltaf svo æðislega gaman.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Vala Matt leggur land undir fót og leitar uppi góðan mat í þáttunum Sælkeraferð um Ísland með Völu Matt sem hefja göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 12. september. „Við erum að fara hringinn um landið og leita uppi faldar perlur þar sem boðið er upp á besta íslenska matinn sem finnst,“ segir sjónvarpskonan Vala Matt þegar næst í hana í síma á ferðinni. „Við erum á Snæfellsnesinu núna. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og alveg með ólíkindum hvað það er mikil gróska í gangi og mikið til af stöðum þar sem verið er að bjóða upp á glænýjan fisk beint úr bátunum og svo auðvitað dýrindis lambakjötið beint ofan af fjalli, að ekki sé minnst á allt grænmetið sem verið er að rækta,“ segir Vala. „Við heimsækjum bæði veitingastaði og litla framleiðendur. Erum búin að fara Norðurlandið og förum á Austfirði á næstu dögum og svo á Vestfirðina.“ Vala er ekki með öllu ókunn umfjöllun um góðan mat þótt flestir þekki hana af heimsóknum hennar inn á smekkleg heimili. Hún segist mikill sælkeri sjálf og sprettur hugmyndin að þáttunum upp úr bók þar sem Vala tók saman helstu sælkerastaði á landinu. „Að leita uppi góðan mat er mín ástríða og það sem mér finnst skemmtilegast sjálfri við ferðalög, innanlands sem utan. Ég hafði fundið flesta staðina allan hringinn þegar ég vann bókina og fann svo fleiri til. Við höfum fengið frábærar móttökur alls staðar. Bæði er dásamlegt að keyra hringinn og upplifa landið og veðurblíðuna en ekki síður koma á staði sem ég hef ekki heimsótt áður, lítil þorp og sveitabæi. Þetta er hreint ævintýri þar sem ég er borgarbarn í húð og hár. En þess vegna nýt ég þess kannski enn þá betur þegar ég er komin út í náttúruna.“ Í þáttunum heimsækir Vala meðal annars Þóru Sigurðardóttur á Húsavík, þar sem hún rekur veitingastaðinn Pallinn, og bóndann í Lónkoti, sem tínir blóm og jurtir kringum bæinn í matreiðsluna. „Mér finnst áberandi hvað það er mikil tenging við náttúruna og landsbyggðina hjá ungu kynslóðinni,“ segir Vala. „Við heimsækjum margt ungt fólk sem hefur leitað aftur í heimahagana eftir að hafa búið í Reykjavík eða erlendis árum saman og sækir aftur í þetta ferska hráefni sem við eigum hér á Íslandi. Við skoðum staðina og kynnumst viðmælendum sem svo búa til einn dásamlegan rétt í lok þáttar. Þannig fáum við alls konar hugmyndir og lærum ný trikk í eldhúsinu, sem mér finnst alltaf svo æðislega gaman.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira