Viðskipti innlent

Yfir 100 þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipum í sumar

Magnús Halldórsson skrifar
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Útlit er fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja munu landið muni fjölga í sumar miðað við árið í fyrra, sem þó var metár. Þegar hafa 84 skip boðað komu sína að höfnum Faxaflóaahafna í sumar, en hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að markaðssetning undanfarinna ára sé nú farin að skila miklum árangri.

Í fyrra komu um 90 þúsund ferðamenn að bryggjum Faxaflóahafna með skemmtiferðaskipum, en útlit er fyrir að þeir verði ríflega 100 þúsund í sumar. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að markaðssetning á Íslandi og höfnunum hér við land sé farin að skila miklum árangri og margar fyrirspurnir koma til Faxaflóahafna frá félögum sem reki skemmtiferðaskipasiglingar.

„Sumarið lítur ljómandi vel út, en 84 skip hafa bókað komu sína, sem er svipað og í fyrra. Skipin sem koma í sumar taka hins vegar töluvert fleiri farþega. Þá hafa 67 skip boðað komu sína sumarið 2014, þannig að við sjáum fram á ágæta tíð hvað komu skemmtiferðaskipa hingað til lands varðar," segir Gísli










Fleiri fréttir

Sjá meira


×