Framsókn og Landspítalinn Álfheiður Ingadóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun