Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 20-21 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 13:15 Stjarnan fagnar. Mynd/Daníel Stjarnan er komin með 1-0 forskot í rimmunni gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan stal fyrsta leiknum í Safamýrinni í dag. Leikurinn var jafn og dramatískur. Bæði lið mættu vel stemmd til leiks. Spiluðu grimma vörn og sóknarleikur beggja liða í basli strax frá upphafi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu Fram-stúlkur frumkvæðinu og Stjarnan náði ekki að skora í heilar 13 mínútur. Fram nýtti sér það ekki nægilega vel og Stjarnan kom til baka og jafnaði. Mistök beggja liða voru fjölmörg í hálfleiknum og leikurinn hreinlega illa spilaður af beggja hálfu. Leikurinn þó í járnum og munaði einu marki í leikhléi, 11-10. Sama spenna hélt áfram í síðari hálfleik. Stjarnan þó að elta en í stöðunni 17-14 snéru þær leiknum sér í hag. Skoruðu fimm mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þá tók Fram leikhlé. Það skilaði sínu því Fram skoraði næstu tvö mörk og jafnaði leikinn. Lokakaflinn var því æsispennandi. Jóna Margrét kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti er 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Fram tók leikhlé til að kortleggja lokasóknina. Hún gekk ekki upp og Elísabet tók neyðarskot úr aukakasti er sekúnda var eftir. Það var varið og Stjarnan fagnaði. Elísabet annars best í Fram-liðinu og Sunna einnig drjúg. Jóna Margrét aftur hetja Stjörnunnar og Sunneva varði oft á tíðum frábærlega. Jóna Margrét: Verður einhver að vera hetjanÞað fer að verða daglegt brauð hjá Jónu Margréti Ragnarsdóttur að vera hetja Stjörnunnar. Hún skaut liðinu í úrslitin og skoraði svo sigurmarkið í dag með frábæru skoti. "Það þarf einhver að taka það að sér að vera hetjan," sagði Jóna Margrét og hló við. "Þetta hefur bara spilast svona. Ég var að hitta í dag þannig að það var kannski bara ágætt að ég tók af skarið núna." Jóna Margrét átti heilt yfir flottan leik en hún vildi sem minnst gera úr eigin frammistöðu. "Ég er bara í frábæru liði. Ég get ekki skorað nema félagar mínir spili mig uppi og dragi í sig menn. Ég er heppin að vera í frábæru liði." Það var lengi vel mikið basl á sóknarleiknum hjá Stjörnunni en í stöðunni 17-14 snéru þær leiknum sér í hag. "Þá förum við að mæta almennilega á boltann. Við vorum búnar að vera mjög staðar fram að því. Við fengum líka Esther í gang sem var geðveikt mikilvægt." Stjarnan steig stórt skref í átt að titlinum í dag. Búin að stela útileik en Jóna er alveg róleg. "Við erum litla liðið í þessari rimmu þannig að það er engin pressa á okkur. Þessi umræða um heimaleikjaréttin er samt svo mikið bull. Þetta er bara spurning um dagsform," sagði Jóna og hrósaði svo fjölskyldu sinni fyrir góða mætingu. "Það var öll ættin hérna. Þetta var eins og á ættarmóti. Ég átti svona 300 manns í stúkunni." Halldór: Stella fékk ekki næga verndHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var þungur á brún eftir leikinn. "Við gefum eftir undir lokin og fáum á okkur allt of ódýr mörk. Við hefðum átt að nýta meðbyrinn og klára leikinn. Þetta var svo jafn leikur og þær voru heppnari en við í lokin," sagði Halldór. Halldór var mjög óhress með dómarana í síðari hálfleik og hvæsti nokkrum sinnum á þá. Var hann mjög ósáttur við þeirra framlag? "Ég ætla ekkert að tjá mig um þá. Það er eðlilegt að það sé aðeins líf í leiknum. Hver sá sem horfði á leikinn verður að dæma um það sjálfur," sagði Halldór. Stella Sigurðardóttir fékk óblíðar móttökur frá varnarmönnum Stjörnunnar. Hvað fannst Halldóri um þá meðferð sem hún fékk? "Þetta er eðlileg meðferð en ég er ósáttur við að Stjörnunni hafi ekki verið refsað meira fyrir þessi brot. Ég var ekki ánægður með þá vernd sem hún fékk en ég ætla ekkert að væla yfir því hvernig það var. Við töpuðum þessu samt ekki á dómgæslunni. Það er alveg klárt."Jóna var frábær í dag.Mynd/DaníelÞað var tekið hraustlega á Stellu í dag.Mynd/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forskot í rimmunni gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan stal fyrsta leiknum í Safamýrinni í dag. Leikurinn var jafn og dramatískur. Bæði lið mættu vel stemmd til leiks. Spiluðu grimma vörn og sóknarleikur beggja liða í basli strax frá upphafi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu Fram-stúlkur frumkvæðinu og Stjarnan náði ekki að skora í heilar 13 mínútur. Fram nýtti sér það ekki nægilega vel og Stjarnan kom til baka og jafnaði. Mistök beggja liða voru fjölmörg í hálfleiknum og leikurinn hreinlega illa spilaður af beggja hálfu. Leikurinn þó í járnum og munaði einu marki í leikhléi, 11-10. Sama spenna hélt áfram í síðari hálfleik. Stjarnan þó að elta en í stöðunni 17-14 snéru þær leiknum sér í hag. Skoruðu fimm mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þá tók Fram leikhlé. Það skilaði sínu því Fram skoraði næstu tvö mörk og jafnaði leikinn. Lokakaflinn var því æsispennandi. Jóna Margrét kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti er 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Fram tók leikhlé til að kortleggja lokasóknina. Hún gekk ekki upp og Elísabet tók neyðarskot úr aukakasti er sekúnda var eftir. Það var varið og Stjarnan fagnaði. Elísabet annars best í Fram-liðinu og Sunna einnig drjúg. Jóna Margrét aftur hetja Stjörnunnar og Sunneva varði oft á tíðum frábærlega. Jóna Margrét: Verður einhver að vera hetjanÞað fer að verða daglegt brauð hjá Jónu Margréti Ragnarsdóttur að vera hetja Stjörnunnar. Hún skaut liðinu í úrslitin og skoraði svo sigurmarkið í dag með frábæru skoti. "Það þarf einhver að taka það að sér að vera hetjan," sagði Jóna Margrét og hló við. "Þetta hefur bara spilast svona. Ég var að hitta í dag þannig að það var kannski bara ágætt að ég tók af skarið núna." Jóna Margrét átti heilt yfir flottan leik en hún vildi sem minnst gera úr eigin frammistöðu. "Ég er bara í frábæru liði. Ég get ekki skorað nema félagar mínir spili mig uppi og dragi í sig menn. Ég er heppin að vera í frábæru liði." Það var lengi vel mikið basl á sóknarleiknum hjá Stjörnunni en í stöðunni 17-14 snéru þær leiknum sér í hag. "Þá förum við að mæta almennilega á boltann. Við vorum búnar að vera mjög staðar fram að því. Við fengum líka Esther í gang sem var geðveikt mikilvægt." Stjarnan steig stórt skref í átt að titlinum í dag. Búin að stela útileik en Jóna er alveg róleg. "Við erum litla liðið í þessari rimmu þannig að það er engin pressa á okkur. Þessi umræða um heimaleikjaréttin er samt svo mikið bull. Þetta er bara spurning um dagsform," sagði Jóna og hrósaði svo fjölskyldu sinni fyrir góða mætingu. "Það var öll ættin hérna. Þetta var eins og á ættarmóti. Ég átti svona 300 manns í stúkunni." Halldór: Stella fékk ekki næga verndHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var þungur á brún eftir leikinn. "Við gefum eftir undir lokin og fáum á okkur allt of ódýr mörk. Við hefðum átt að nýta meðbyrinn og klára leikinn. Þetta var svo jafn leikur og þær voru heppnari en við í lokin," sagði Halldór. Halldór var mjög óhress með dómarana í síðari hálfleik og hvæsti nokkrum sinnum á þá. Var hann mjög ósáttur við þeirra framlag? "Ég ætla ekkert að tjá mig um þá. Það er eðlilegt að það sé aðeins líf í leiknum. Hver sá sem horfði á leikinn verður að dæma um það sjálfur," sagði Halldór. Stella Sigurðardóttir fékk óblíðar móttökur frá varnarmönnum Stjörnunnar. Hvað fannst Halldóri um þá meðferð sem hún fékk? "Þetta er eðlileg meðferð en ég er ósáttur við að Stjörnunni hafi ekki verið refsað meira fyrir þessi brot. Ég var ekki ánægður með þá vernd sem hún fékk en ég ætla ekkert að væla yfir því hvernig það var. Við töpuðum þessu samt ekki á dómgæslunni. Það er alveg klárt."Jóna var frábær í dag.Mynd/DaníelÞað var tekið hraustlega á Stellu í dag.Mynd/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira