Hvernig Ríkisútvarp? Guðrún Nordal skrifar 3. desember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er boðaður niðurskurður á mörkuðum tekjustofni Ríkisútvarpsins og að hluti hans verði notaður til annarra verkefna ríkissjóðs. Afleiðingarnar hafa komið í ljós í uppsögnum fjölda starfsmanna og eðlilega hafa vaknað spurningar um forgangsröðun í þeim aðgerðum og um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið markaði sér sjálft stefnu fyrir aðeins ári síðan sem var ekki mikið rædd í samfélaginu. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Ný stjórn Ríkisútvarpsins lagði áherslu á að hún yrði lögð til grundvallar í þeim fjárhagslegu þrengingum sem blasa við stofnuninni. En stefnan reyndist ekki nægilega gagnlegt tæki þar sem að hlutverk Ríkisútvarpsins er að lögum mjög fjölbreytt og ólík sjónarmið takast á innan stofnunarinnar. Hvaða starfsemi ber okkur að standa vörð um og styrkja, og hvaða starfsemi má missa sín eða er betur, eða jafn vel, sinnt af öðrum fjölmiðlum? Er það dagskrárgerð á Rás 1, Rás 2 og sjónvarpi, fréttastofan, íþróttadeild, nýmiðladeild, safnadeild eða starfsemi á landsbyggðinni?Þversögn Í sjálfu rekstrarformi Ríkisútvarpsins, opinbera hlutafélaginu, er falin þversögn sem hefur á vissan hátt lamað umræðu um stofnunina á síðustu árum. Hlutafélagsformið leggur stjórninni trúnaðarskyldu á herðar sem á ekki við stjórnarmenn í venjulegum ríkisstofnunum. Stjórnarmenn bera ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og þurfa að votta að þeir hafi engin hagsmunaleg tengsl við önnur fjölmiðlafyrirtæki. Ríkisútvarpið er hins vegar ekkert venjulegt fyrirtæki eða félag eins og það er jafnvel stundum kallað; heldur er það hvorttveggja í senn menningarstofnun og ríkisfjölmiðill sem fjármagnaður er af opinberu fé. Stjórnarmenn eru kosnir af Alþingi og starfa því í umboði þjóðarinnar – og eiga ekki að láta flokkspólitík stjórna för. Þeir eiga heldur ekki að hlutast til um starfsmannahald á stofnuninni. Jafnvel þó að hlutafélagsformið hafi sumpart lokað umræðu um rekstur stofnunarinnar, lít ég svo á að stjórnarmenn hafi ríkar skyldur til að tryggja opna og gagnrýna umræðu um hlutverk og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá stofnun þess árið 1930. Fréttastofa útvarps og sjónvarps hefur verið vettvangur gagnrýninnar umræðu, og útvarpið allt í senn tónleikasalur, leikhús og háskóli sem sameinaði alla landsmenn í kringum viðtækið fyrstu áratugina. Rás 1 gegnir enn því hlutverki. Sjónvarpið hefur í nær hálfa öld fangað persónur og leikendur í íslensku samfélagi. Safn Ríkisútvarpsins geymir þannig ómetanlegar heimildir um líf þjóðarinnar síðustu áttatíu árin. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í fjölmiðlun á allra síðustu árum. Við horfum eða hlustum ekki á aðeins á íslenska fjölmiðla, heldur höfum við aðgang að mörgum erlendum útvarps- og sjónvarpsrásum. Við sækjum efni á vefinn þegar okkur hentar og hlustum ekki endilega á útvarp eða horfum á sjónvarp í rauntíma. Vönduð innlend dagskrárgerð hlýtur því að vera kjarnastarfsemi og um hana þarf að standa vörð.Endurskoði stöðu sína Það er því ekki aðeins fjárhagslegi rammi stofnunarinnar sem hvetur okkur til umræðu, heldur þarf Ríkisútvarpið að endurskoða stöðu sína í alþjóðlegum fjölmiðlaheimi. Nú er tækifæri til að ræða hlutverk Ríkisútvarpsins og mynda sátt um þau verkefni sem það ber ábyrgð á, áður en óbætanlegur skaði hlýst af niðurskurði síðustu ára. Alþingi þarf að ræða fjármögnun þess og þá staðreynd að hinn markaði tekjustofn þess, útvarpsgjaldið, fer ekki að fullu til Ríkisútvarpsins – og sem hefur skapað þá erfiðleika sem nú blasa við. Viljum við að Ríkisútvarpinu sé ætlað æ stærra rými á auglýsingamarkaði? Hvernig getum við best nýtt það fé sem er til reiðu og hvernig getum við skapað stofnuninni ný sóknarfæri? Hvernig liti Ríkisútvarpið út ef það væri stofnað í dag? Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í síðustu viku að nauðsynlegt væri að skerpa dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gera stefnu stofnunarinnar miklu sýnilegri og skiljanlegri almenningi. Ég hef tekið að mér að leiða þá vinnu og vona að okkur auðnist á næstu mánuðum að efna til opinnar og gagnrýninnar umræðu um Ríkisútvarpið og fjölmiðlun á Íslandi. Í febrúar verður haldið Útvarpsþing sem vonandi verður kröftugt. Við megum ekki láta spurningar sem vaknað hafa síðustu dagana um Ríkisútvarpið hanga í loftinu, heldur verðum við að efna til umræðu strax og finna svör sem duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er boðaður niðurskurður á mörkuðum tekjustofni Ríkisútvarpsins og að hluti hans verði notaður til annarra verkefna ríkissjóðs. Afleiðingarnar hafa komið í ljós í uppsögnum fjölda starfsmanna og eðlilega hafa vaknað spurningar um forgangsröðun í þeim aðgerðum og um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið markaði sér sjálft stefnu fyrir aðeins ári síðan sem var ekki mikið rædd í samfélaginu. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Ný stjórn Ríkisútvarpsins lagði áherslu á að hún yrði lögð til grundvallar í þeim fjárhagslegu þrengingum sem blasa við stofnuninni. En stefnan reyndist ekki nægilega gagnlegt tæki þar sem að hlutverk Ríkisútvarpsins er að lögum mjög fjölbreytt og ólík sjónarmið takast á innan stofnunarinnar. Hvaða starfsemi ber okkur að standa vörð um og styrkja, og hvaða starfsemi má missa sín eða er betur, eða jafn vel, sinnt af öðrum fjölmiðlum? Er það dagskrárgerð á Rás 1, Rás 2 og sjónvarpi, fréttastofan, íþróttadeild, nýmiðladeild, safnadeild eða starfsemi á landsbyggðinni?Þversögn Í sjálfu rekstrarformi Ríkisútvarpsins, opinbera hlutafélaginu, er falin þversögn sem hefur á vissan hátt lamað umræðu um stofnunina á síðustu árum. Hlutafélagsformið leggur stjórninni trúnaðarskyldu á herðar sem á ekki við stjórnarmenn í venjulegum ríkisstofnunum. Stjórnarmenn bera ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og þurfa að votta að þeir hafi engin hagsmunaleg tengsl við önnur fjölmiðlafyrirtæki. Ríkisútvarpið er hins vegar ekkert venjulegt fyrirtæki eða félag eins og það er jafnvel stundum kallað; heldur er það hvorttveggja í senn menningarstofnun og ríkisfjölmiðill sem fjármagnaður er af opinberu fé. Stjórnarmenn eru kosnir af Alþingi og starfa því í umboði þjóðarinnar – og eiga ekki að láta flokkspólitík stjórna för. Þeir eiga heldur ekki að hlutast til um starfsmannahald á stofnuninni. Jafnvel þó að hlutafélagsformið hafi sumpart lokað umræðu um rekstur stofnunarinnar, lít ég svo á að stjórnarmenn hafi ríkar skyldur til að tryggja opna og gagnrýna umræðu um hlutverk og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá stofnun þess árið 1930. Fréttastofa útvarps og sjónvarps hefur verið vettvangur gagnrýninnar umræðu, og útvarpið allt í senn tónleikasalur, leikhús og háskóli sem sameinaði alla landsmenn í kringum viðtækið fyrstu áratugina. Rás 1 gegnir enn því hlutverki. Sjónvarpið hefur í nær hálfa öld fangað persónur og leikendur í íslensku samfélagi. Safn Ríkisútvarpsins geymir þannig ómetanlegar heimildir um líf þjóðarinnar síðustu áttatíu árin. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í fjölmiðlun á allra síðustu árum. Við horfum eða hlustum ekki á aðeins á íslenska fjölmiðla, heldur höfum við aðgang að mörgum erlendum útvarps- og sjónvarpsrásum. Við sækjum efni á vefinn þegar okkur hentar og hlustum ekki endilega á útvarp eða horfum á sjónvarp í rauntíma. Vönduð innlend dagskrárgerð hlýtur því að vera kjarnastarfsemi og um hana þarf að standa vörð.Endurskoði stöðu sína Það er því ekki aðeins fjárhagslegi rammi stofnunarinnar sem hvetur okkur til umræðu, heldur þarf Ríkisútvarpið að endurskoða stöðu sína í alþjóðlegum fjölmiðlaheimi. Nú er tækifæri til að ræða hlutverk Ríkisútvarpsins og mynda sátt um þau verkefni sem það ber ábyrgð á, áður en óbætanlegur skaði hlýst af niðurskurði síðustu ára. Alþingi þarf að ræða fjármögnun þess og þá staðreynd að hinn markaði tekjustofn þess, útvarpsgjaldið, fer ekki að fullu til Ríkisútvarpsins – og sem hefur skapað þá erfiðleika sem nú blasa við. Viljum við að Ríkisútvarpinu sé ætlað æ stærra rými á auglýsingamarkaði? Hvernig getum við best nýtt það fé sem er til reiðu og hvernig getum við skapað stofnuninni ný sóknarfæri? Hvernig liti Ríkisútvarpið út ef það væri stofnað í dag? Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í síðustu viku að nauðsynlegt væri að skerpa dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gera stefnu stofnunarinnar miklu sýnilegri og skiljanlegri almenningi. Ég hef tekið að mér að leiða þá vinnu og vona að okkur auðnist á næstu mánuðum að efna til opinnar og gagnrýninnar umræðu um Ríkisútvarpið og fjölmiðlun á Íslandi. Í febrúar verður haldið Útvarpsþing sem vonandi verður kröftugt. Við megum ekki láta spurningar sem vaknað hafa síðustu dagana um Ríkisútvarpið hanga í loftinu, heldur verðum við að efna til umræðu strax og finna svör sem duga.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun