Viðskipti innlent

Fríhöfnin best í Evrópu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Verðlaunin njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu.
Verðlaunin njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu. Mynd/Anton
Fríhöfnin í Leifsstöð var valin„Besta fríhöfn í Evrópu árið 2013” af tímaritinu Busness Destinations.

„The Business Destinations Travel Awards” eru nú veitt í fimmta skipti og njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu. Þetta segir í frétt á vefsíðu Fríhafnarinnar.

Sigurvegarar voru valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjónustunnar.

Verðlaunin eru veitt í hverru heimsálfu og framúrskarandi fyrirtækjum á ýmsum sviðum í hverri álfu veit viðurkenning. Fríhöfnin sigraði í Evrópu en bestu fríhafnarverslanir í öðrum heimsálfum voru Duty Free Americas, sem rekur verslanir á tíu flugstöðvum í Bandaríkjunum, Dubai Duty Free var valin sú besta í í Miðausturlöndum, Global Blue í Suður-Ameríku, China Duty Free Group hlaut viðukenninguna í Asíu, SYD Airport & Duty Free í Sidney sú besta í Eyjaálfu og IDFS í Marokkó í Afríku.

Business Destinations segir að verðlaunin skilgreini þau markmið sem þeir stefna hátt á sviði ferðaþjónustu muni stefna að á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×