Lífið

Mariah Carey gerði risamistök

AFP/NordicPhotos
Mariah Carey kynnti nýtt lag sitt, The Art of Letting Go, fyrir heiminum á mánudaginn síðastliðinn. En það var ekki fyrr en klukkan hálf fjögur um nóttina sem hún gerði sér grein fyrir því að mistök hefðu orðið.

Á meðan framleiðsluteymi Carey fagnaði útgáfunni, kom í ljós að einn hljóðhönnuðana hafði óvart hlaðið upp fyrri útgáfu af laginu, sem hafði ekki verið hljóðblönduð eftir réttum stöðlum.

Til að bregðast við mistökunum fór Mariah Carey á Facebook-síðu sína og setti þar inn stöðuuppfærslu. Í henni segir meðal annars að hún harmi mistökin.

„Ég get ekki setið á mér og sagt ekki neitt, eins og ég er vön að gera,“ segir Mariah.

„Til þess að ég komi mér að efninu voru mistök gerð af glænýjum hljóðhönnuði sem hafði það eina hlutverk að ýta á bilstöng og hlaða upp laginu á Facebook,“ segir hún einnig. 

Stöðuuppfærslan í heild sinni og lagið nýja, The Art of Letting Go, fylgja fréttinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.