Einblínt á að lífeyrissjóðirnir eignist hlut í bönkunum Magnús Halldórsson skrifar 8. mars 2013 18:30 Íslenskir einstaklingar og fjárfestar sem tengjast MP banka, fá ekki að kaupa Íslandsbanka eða Arion banka, en þeir hafa sýnt áhuga á því að kaupa bankana. Fyrst og fremst er horft til þess að íslenskir lífeyrissjóðir kaupi hluta í bönkunum, en það er liður í því að semja við kröfuhafa bankanna. Viðræður stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings hafa staðið yfir undanfarna mánuði, en vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja eigendur að Íslandsbanka og Arion banka samhliða því að nauðsamningar við kröfuhafa verða samþykktir. Áhuginn á endurreistu bönkunum, Íslandsbanka og Arion banka, erlendis frá hefur ekki verið mikill, og má leiða líkur að því að þar skipti starfsaðstæður, ekki síst fjármagnshöft, og há vanskilahlutföll, miklu máli. Auk þess hafa bankar á heimsvísu frekar verið að draga saman seglin en leita fjárfestingatækifæra á undanförnu misserum, vegna erfiðleika á helstu mörkuðum. Eigendur og starfsmenn MP banka, þar á meðal Skúli Mogensen fjárfestir, hafa kynnt hugmyndir í tengslum við nauðasamninga við kröfuhafa bankana, sem gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar eignist bankanna ásamt lífeyrissjóðunum. Þannig myndi krónueign kröfuhafanna, sem að miklu leyti eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, minnka verulega. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnvöld ekki áhuga á því að fá einstaka fjárfesta með lífeyrissjóðunum sem eigendur bankanna, heldur þá frekar að lífeyrissjóðirnir verði eigendur einir og sér, eða erlendir bankar. Tvennt skiptir sköpum hvað þetta varðar; í fyrsta lagi verðminn á bönkunum, sem gæti orðið allt að 150 milljarðar króna fyrir hlutaféð í heild, eins og fram hefur komið í fyrri fréttum okkar, og í öðru lagi á hvaða gengi lífeyrissjóðirnir fá að eiga viðskipti með virði hluta erlendra eigna sinna sem þeir þurfa að losa um til þess að koma með heim. Þær sviðsmyndir sem ræddar hafa verið að undanförnu gera ráð fyrir að verðmiðinn gæti reiknast úr frá 0,55 sinnum eigið bankanna. Miklir hagsmunir eru í húfi og ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðirnir séu tilbúnir að losa um hluta erlendra eigna sinna, jafnvel þó verðmiðinn á bönkunum sé hagstæður þegar horft til eiginfjárstöðu þeirra. Þar vegur þungt að eignir sjóðanna erlendis eru vitaskuld skráðar í erlendum gjaldmiðlum, sem er dýrmætt fyrir sjóðina, ekki síst við þær aðstæður sem nú eru, þegar krónan er ekki gjaldgeng í viðskiptum við útlönd og fjármagnshöft koma í veg fyrir frekari fjárfestingar á erlendum mörkuðum. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslenskir einstaklingar og fjárfestar sem tengjast MP banka, fá ekki að kaupa Íslandsbanka eða Arion banka, en þeir hafa sýnt áhuga á því að kaupa bankana. Fyrst og fremst er horft til þess að íslenskir lífeyrissjóðir kaupi hluta í bönkunum, en það er liður í því að semja við kröfuhafa bankanna. Viðræður stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings hafa staðið yfir undanfarna mánuði, en vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja eigendur að Íslandsbanka og Arion banka samhliða því að nauðsamningar við kröfuhafa verða samþykktir. Áhuginn á endurreistu bönkunum, Íslandsbanka og Arion banka, erlendis frá hefur ekki verið mikill, og má leiða líkur að því að þar skipti starfsaðstæður, ekki síst fjármagnshöft, og há vanskilahlutföll, miklu máli. Auk þess hafa bankar á heimsvísu frekar verið að draga saman seglin en leita fjárfestingatækifæra á undanförnu misserum, vegna erfiðleika á helstu mörkuðum. Eigendur og starfsmenn MP banka, þar á meðal Skúli Mogensen fjárfestir, hafa kynnt hugmyndir í tengslum við nauðasamninga við kröfuhafa bankana, sem gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar eignist bankanna ásamt lífeyrissjóðunum. Þannig myndi krónueign kröfuhafanna, sem að miklu leyti eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, minnka verulega. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnvöld ekki áhuga á því að fá einstaka fjárfesta með lífeyrissjóðunum sem eigendur bankanna, heldur þá frekar að lífeyrissjóðirnir verði eigendur einir og sér, eða erlendir bankar. Tvennt skiptir sköpum hvað þetta varðar; í fyrsta lagi verðminn á bönkunum, sem gæti orðið allt að 150 milljarðar króna fyrir hlutaféð í heild, eins og fram hefur komið í fyrri fréttum okkar, og í öðru lagi á hvaða gengi lífeyrissjóðirnir fá að eiga viðskipti með virði hluta erlendra eigna sinna sem þeir þurfa að losa um til þess að koma með heim. Þær sviðsmyndir sem ræddar hafa verið að undanförnu gera ráð fyrir að verðmiðinn gæti reiknast úr frá 0,55 sinnum eigið bankanna. Miklir hagsmunir eru í húfi og ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðirnir séu tilbúnir að losa um hluta erlendra eigna sinna, jafnvel þó verðmiðinn á bönkunum sé hagstæður þegar horft til eiginfjárstöðu þeirra. Þar vegur þungt að eignir sjóðanna erlendis eru vitaskuld skráðar í erlendum gjaldmiðlum, sem er dýrmætt fyrir sjóðina, ekki síst við þær aðstæður sem nú eru, þegar krónan er ekki gjaldgeng í viðskiptum við útlönd og fjármagnshöft koma í veg fyrir frekari fjárfestingar á erlendum mörkuðum.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira