Viðskipti innlent

Fyrstu greiðslurnar í farsíma

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Snjallposinn
Snjallposinn

Með nýjum „snjallposa“ Handpoint er nú í fyrsta skipti hér á landi hægt að taka við kortagreiðslum í farsíma.

Handpoint segir lausnina henta einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem geti nú tekið á móti kortagreiðslum án þess að greiða mánaðargjöld líkt og gert sé með hefðbundna posa. 

Lausnin samanstendur af Handpoint-smáforriti (appi), snjallsíma eða spjaldtölvu og snjallposanum, sem sé greiðslukortalesari.

Þá voru snjallgreiðslur Handpoint nýverið þær fyrstu í heimi til að fá alþjóðlega öryggisvottun frá kortaöryggisstofunni, PCI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×