Nowitzki tilbúinn að lækka launinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. maí 2013 11:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Dirk Nowitzki þýska stórstjarna NBA körfuboltaliðsins Dallas Mavericks hyggst taka á sig verulega launalækkun næsta sumar í von um að lokka aðra stórstjörnu til liðsins. Forráðamenn Dallas Mavericks vonast til að fá annan af stærstu bitunum á leikmannamarkaði NBA í sumar. Chris Paul og Dwight Howard eru með lausa samninga og nái Dallas að fá annan þeirra til liðs við félagið þá er Nowitzki tilbúinn að taka sig umtalsverða launalækkun svo Dallas geti einnig keppst um bestu bitana á markaðnum sumarið 2014. „Á þessum tímapunkti á mínum ferli snýst allt um að keppa og vinna,“ sagði Nowitzki við bandaríska fjölmiðla. „Þetta snýst ekki um peninga. Cuban sá um þá hlið mála fyrir löngu síðan,“ sagði Nowitzki en Mark Cuban eigandi Mavericks hefur séð til þess að Nowitzki er næst launahæsti leikmaður NBA á yfirstandandi tímabili, á eftir Kobe Bryant. „Ég hef alltaf reynt að borga honum til baka með því að spila af hörku og vera til staðar fyrir félagið. Við munum ekki deila um peninga. Ég vil eiga möguleika á að vinna á mínum síðustu árum.“ Nowitzki mun þéna 22,7 milljónir dala á næsta tímabili en Mavericks á möguleika á að landa annað hvort Howard eða Paul ákveði annar hvor þeirra að minnsta kosti að yfirgefa Los Angeles. „Það væri frábært að fá annan hvorn þeirra,“ sagði Nowitzki. „Það verður erfitt. Þeir eru báðir í Los Angeles þar sem menn vilja spila körfubolta. Við verðum að sjá hvað gerist. Vonandi náum við að funda með þeim í júlí og heilla annan hvorn þeirra upp úr skónum,“ sagði Nowitzki. NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Dirk Nowitzki þýska stórstjarna NBA körfuboltaliðsins Dallas Mavericks hyggst taka á sig verulega launalækkun næsta sumar í von um að lokka aðra stórstjörnu til liðsins. Forráðamenn Dallas Mavericks vonast til að fá annan af stærstu bitunum á leikmannamarkaði NBA í sumar. Chris Paul og Dwight Howard eru með lausa samninga og nái Dallas að fá annan þeirra til liðs við félagið þá er Nowitzki tilbúinn að taka sig umtalsverða launalækkun svo Dallas geti einnig keppst um bestu bitana á markaðnum sumarið 2014. „Á þessum tímapunkti á mínum ferli snýst allt um að keppa og vinna,“ sagði Nowitzki við bandaríska fjölmiðla. „Þetta snýst ekki um peninga. Cuban sá um þá hlið mála fyrir löngu síðan,“ sagði Nowitzki en Mark Cuban eigandi Mavericks hefur séð til þess að Nowitzki er næst launahæsti leikmaður NBA á yfirstandandi tímabili, á eftir Kobe Bryant. „Ég hef alltaf reynt að borga honum til baka með því að spila af hörku og vera til staðar fyrir félagið. Við munum ekki deila um peninga. Ég vil eiga möguleika á að vinna á mínum síðustu árum.“ Nowitzki mun þéna 22,7 milljónir dala á næsta tímabili en Mavericks á möguleika á að landa annað hvort Howard eða Paul ákveði annar hvor þeirra að minnsta kosti að yfirgefa Los Angeles. „Það væri frábært að fá annan hvorn þeirra,“ sagði Nowitzki. „Það verður erfitt. Þeir eru báðir í Los Angeles þar sem menn vilja spila körfubolta. Við verðum að sjá hvað gerist. Vonandi náum við að funda með þeim í júlí og heilla annan hvorn þeirra upp úr skónum,“ sagði Nowitzki.
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira