„Mér fannst ég þurfa að spila meira til þess að koma mér upp úr þessum meiðslum," segir Heiðdís Rún Guðmundsdóttir nýjasti liðsmaður FH í handbolta.
Heiðdís Rún, sem er uppalin hjá fimleikafélaginu, var á mála hjá Val á síðustu leiktíð. Vinstri skyttan hefur hins vegar átt í erfiðleikum vegna þrálátra meiðsla. Þannig fór hún í aðgerð vegna krossbandaslita í mars 2012 og svo vegna meiðsla á hásin í september í fyrra.
„Það eru bara alltof góðir leikmenn hjá Val til þess að ég fengi tíma til þess að spila þar. Þess vegna datt mér í hug að fara bara heim," segir Heiðdís sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær.
Heiðdís er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir FH á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir samdi við félagið á dögunum. Guðrún, sem áður var í röðum Fram, spilaði ekkert í vetur þar sem hún var í barneignarleyfi.
Heiðdís Rún heim í Hafnarfjörðinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

