„Ekki láta Símann fífla þig“ var brot á lögum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 09:58 Hringdu má ekki birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. mynd/skjáskot af vef hringdu Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum og er birt á vef Neytendastofu. Í auglýsingunni sem kvartað var undan var auglýst internetþjónusta Hringdu um ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Telur Neytendastofa auglýsinguna hafa verið villandi gagnvart neytendum þar sem ekki hafi komi fram að til viðbótar við mánaðargjald til Hringdu þurfi að borga mánaðarlegt aðgangsgjald til Gagnaveitunnar. Að sama skapi teljist það villandi viðskiptahættir að fullyrða að uppsetning á netbúnaðinum sé „frí“ þegar hún er háð fimm mánaða bindisamningi og að halda því fram að tengingin sé stöðugri og öruggari án þess að geta sannað það með fullnægjandi hætti. Þá hafi Hringdu brotið gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu með því að birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. Að lokum taldi Neytendastofa það ósanngjarnt gagnvart Símanum, kasta rýrð á Símann og þannig brjóta gegn lögunum að segja í auglýsingunni: „Ekki láta Símann fífla þig og fáðu Ljósleiðarann alla leið inn í stofu“. Hringdu var bannað að birta auglýsinguna að viðlögðum sektum.Ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti Blaðagreinin sem kvörtun Símans snýr að birtist í Morgunblaðinu undir nafni framkvæmdastjóra Hringdu og var sérstaklega tekið fram í lok greinarinnar við hvað hann starfar. Neytendastofa féllst ekki á rök Hringdu um að greinin hafi verið sett fram persónulega og ekki fyrir hönd félagsins. Af samhengi greinarinnar taldi Neytendastofa hana skrifaða vegna tengsla greinarskrifanda við Hringdu og að henni væri ætlað að hafa áhrif á samkeppni milli Hringdu og annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði. Lög um viðskiptahætti og markaðssetningu taka til auglýsinga, kynninga og allrar annarra svipaðra viðskiptahátta og því geta greinarskrif sem þessi fallið undir lögin. Í greininni er fjallað um Internetmarkaðinn á Íslandi og því haldið fram að hann einkennist af samkeppnisbrotum og okri stóru fjarskiptafyrirtækjanna og því líkt við „frægt samráð olíufélaganna“. Þá er í blaðagreininni gerðar athugasemdir við Ljósnet Símans og fjallað um ágæti þeirrar þjónustu sem Hringdu býður. Neytendastofa taldi þessi ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti og brjóta gegn lögunum. Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum og er birt á vef Neytendastofu. Í auglýsingunni sem kvartað var undan var auglýst internetþjónusta Hringdu um ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Telur Neytendastofa auglýsinguna hafa verið villandi gagnvart neytendum þar sem ekki hafi komi fram að til viðbótar við mánaðargjald til Hringdu þurfi að borga mánaðarlegt aðgangsgjald til Gagnaveitunnar. Að sama skapi teljist það villandi viðskiptahættir að fullyrða að uppsetning á netbúnaðinum sé „frí“ þegar hún er háð fimm mánaða bindisamningi og að halda því fram að tengingin sé stöðugri og öruggari án þess að geta sannað það með fullnægjandi hætti. Þá hafi Hringdu brotið gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu með því að birta fullyrðinguna „Hringdu – það er ódýrara“ án þess að geta sannað hana. Að lokum taldi Neytendastofa það ósanngjarnt gagnvart Símanum, kasta rýrð á Símann og þannig brjóta gegn lögunum að segja í auglýsingunni: „Ekki láta Símann fífla þig og fáðu Ljósleiðarann alla leið inn í stofu“. Hringdu var bannað að birta auglýsinguna að viðlögðum sektum.Ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti Blaðagreinin sem kvörtun Símans snýr að birtist í Morgunblaðinu undir nafni framkvæmdastjóra Hringdu og var sérstaklega tekið fram í lok greinarinnar við hvað hann starfar. Neytendastofa féllst ekki á rök Hringdu um að greinin hafi verið sett fram persónulega og ekki fyrir hönd félagsins. Af samhengi greinarinnar taldi Neytendastofa hana skrifaða vegna tengsla greinarskrifanda við Hringdu og að henni væri ætlað að hafa áhrif á samkeppni milli Hringdu og annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði. Lög um viðskiptahætti og markaðssetningu taka til auglýsinga, kynninga og allrar annarra svipaðra viðskiptahátta og því geta greinarskrif sem þessi fallið undir lögin. Í greininni er fjallað um Internetmarkaðinn á Íslandi og því haldið fram að hann einkennist af samkeppnisbrotum og okri stóru fjarskiptafyrirtækjanna og því líkt við „frægt samráð olíufélaganna“. Þá er í blaðagreininni gerðar athugasemdir við Ljósnet Símans og fjallað um ágæti þeirrar þjónustu sem Hringdu býður. Neytendastofa taldi þessi ummæli í andstöðu við góða viðskiptahætti og brjóta gegn lögunum. Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira