Viðskipti innlent

Íslandsbanki spáir 1,7 prósenta hagvexti í ár

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti fyrir stundu nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti fyrir stundu nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir.
Greiningardeild Íslandsbanka spáir 1,7 prósenta hagvexti  í ár sem er aðeins yfir þeim 1,4 prósenta hagvexti sem mældist á síðasta ári.   

Þetta er sömuleiðis hraðari hagvöxtur en reiknað er með í helstu viðskiptalöndum Íslands, þar er spáð 0,8 prósenta hagvexti.  Á næsta ári er spáð 2,6 prósenta hagvexti.



Dregið hefur talsvert úr slakanum í hagkerfinu sem myndaðist við hrunið 2008. Er það meðal annars sýnilegt í tölum um atvinnuleysi, sem hefur minnkað umtalsvert frá því að það náði hámarki á árinu 2010.

Þrátt fyrir hægan hagvöxt í ár reiknar Greining Íslandsbanka með því að áfram dragi úr framleiðsluslakanum í hagkerfinu. Spáin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 4,6 prósent  í ár samanborið við 5,8 prósent á síðasta ári. 



Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði nokkuð þrálát, mælist 4 prósent á næsta ári og 3,8 prósent  á árinu 2015. Reiknað er með því að Seðlabankinn muni bregðast við með hækkun stýrivaxta þegar kemur fram á næsta ár um samtals 0,5 prósent.



Hér fyrir neðan má nálgast þjóðhagsspána. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×