Viðskipti innlent

Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ólafson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Ólafur Ólafson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mynd/vilhelm
Ólafur Ólafsson mun áfrýja dómi héraðsdóms í Al-Thani málinu. Í yfirlýsingu frá Þórólfi Jónssyni, hdl., verjanda Ólafs, segir að niðurstaðan hafi komið honum, Ólafi og þeim sem til hans þekkja í opna skjöldu.

Þórólfur segist vera ósammála niðurstöðunni og telur að glögglega hafi verið sýnt fram á sakleysi Ólafs við réttarhöldin.

„Við niðurstöðu sem þessa er ekki hægt að una og hefur skjólstæðingur minn því ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.“

Yfirlýsing Þórólfs:

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svo kallaða Al-Thani máli er mikil vonbrigði og dómsniðurstaðan kom mér, skjólstæðingi mínum og þeim sem til þekkja, í opna skjöldu.  Ég er ósammála þessari niðurstöðu og tel að glögglega hafi verið sýnt fram á sakleysi skjólstæðings míns við réttarhöldin. Við niðurstöðu sem þessa er ekki hægt að una og hefur skjólstæðingur minn því ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Virðingarfyllst,


Þórólfur Jónsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×