Viðskipti innlent

Samningurinn lánssamningur að mati Hæstaréttar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bankinn mun fara vandlega yfir rökstuðning Hæstaréttar og meta hversu víðtækt fordæmisgildi dómsins er.
Bankinn mun fara vandlega yfir rökstuðning Hæstaréttar og meta hversu víðtækt fordæmisgildi dómsins er. mynd/gva
Samningur Flugastraums ehf. við SP-Fjármögnun hf. um fjármögnun á kaupum á dráttarvél var lánssamningur að mati Hæstaréttar og gengistrygging fjárhæða því ólögmæt.

Í samningnum, sem gerður var árið 2006, var kveðið á um gengistryggingu fjárhæða. Slík gengistrygging telst vera ólögmæt ef um er að ræða lánssamning en lögmæt ef um er að ræða leigusamning.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að ljóst sé að dómurinn hafi áhrif á mat á því hvort sambærilegir samningar hjá Landsbankanum teljist vera leigusamningar eða lánssamningar með ólögmæta gengistryggingu.

Mun bankinn fara vandlega yfir rökstuðning Hæstaréttar og meta hversu víðtækt fordæmisgildi dómsins er.  Í kjölfarið munu samningar, sambærilegir þeim samningi sem deilt var um í málinu, verða endurreiknaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×