Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2013 19:26 Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08