Innlent

Sameiningu heilbrigðisstofnana frestað fram á haust

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Valgarður
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðismálaráðherra, sagði frá því á þingfundi í morgun að hann hafi ákveðið að fresta sameiningu heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni til næsta hausts. Þannig myndi skapast meira svigrúm til samráðs ráðuneytisins og sveitarfélaga og starfsfólks um málið.

Unnið hefur verið að því síðustu mánuði að sameina og samþætta heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Sagði hann markmiðið með samþættingu stofnana vera að nýta fjármuni betur, styrkja rekstrar- og stjórnunareiningar og þjónusta íbúa betur.

Kristján sagði að ekki hefði farið framhjá neinum að viðkomandi fólk hafi haft miklar áhyggjur af þessum áformum. Það sé eðlilegt og skiljanlegt. „Ekkert annað býr að baki þessum áformum en að styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðismálaráðherra, á Alþingi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×