Handbolti

Guðjón Valur og Aron með ellefu mörk saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson áttu báðir fínan leik þegar Kiel vann þrettán marka sigur á TBV Lemgo, 38-25 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Guðjón Valur skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður liðsins ásamt þeim Marko Vujin og Wael Jallouz. Aron var með fjögur mörk auk þess að gefa fjölda stoðsendinga á félaga sína.

Þetta var fjórði sigur  Kiel í röð í deildinni og með honum náðu Alfreð Gíslason og lærisveinar hans að komast upp að hlið Flensburg-Handewitt á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða.

Lemgo hefur verið á skriði (7 stig í síðustu 4 leikjum) en lið Niels Pfannenschmidt átti engan möguleika á móti sterku liði Kiel í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×