Innlent

Innbrot í jólaþorpi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Það hefur líklega verið brotist inn í jólahúsin milli klukkan 5 og 7 í gær,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, um innbrot í 6 hús af 20 í jólaþorpinu í Hafnarfirði.

Innbrotið var tilkynnt af einum sölumannanna í þorpinu um kvöldmatarleytið í gær. Flestir taka það verðmætasta með sér en eitthvað af vörum er alltaf geymt í húsunum að sögn Marínar. Ljóst er að einhvern varningur hafi verið tekinn.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir að þau ætli að halda sínu striki og þau verði tilbúin til þess að taka á móti gestum klukkan 16 í dag.

Einhverjar skemmdir hafi verið unnar en þær eru þó allar minniháttar. Þetta er 11 árið í röð sem þorpið er sett upp og hingað til hefur það fengið að vera í friði að mestu.

„Bæjarbúar og gestir hafa borðið mikla virðingu fyrir þessari starfsemi og við erum ægilega stolt af þorpinu okkar ,“ segir Marín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×