Viðskipti innlent

Stjórnendur keyptu hlutabréf í N1

Samúel Karl Ólason skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, hringdi bjöllunni við opnun Kauphallarinnar í morgun ásamt starfsfólki N1.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, hringdi bjöllunni við opnun Kauphallarinnar í morgun ásamt starfsfólki N1. Mynd/GVA
Þrír af stjórnendum N1 keyptu hlutabréf í félaginu fyrir um 19 milljónir króna.

Eggert Þór Kristófersson, fjármálastjóri, keypti hlutabréf fyrir tíu milljónir króna, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri, keypti fyrir um fimm milljónir og Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, keypti hlutabréf fyrir um fjórar milljónir króna.

Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Fleiri fruminnherjar svokallaðir, keyptu hlutbréf í N1 í hlutafjárútboðinu í síðustu viku, en tilkynning þess efnis var birt í kjölfarið á því að tilkynnt var um niðurstöðu útboðsins. Samtals keyptu tengdir aðilar hlutabréf í félaginu fyrir rúmar 20,5 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×