Innlent

Leggja fram breytingartillögu útaf desemberuppbót

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar
Fjárlaganefnd Alþingis hefur lagt fram breytingartillögu við fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar útaf greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda.

Breytingartillagana er í samræmi við samkomulag stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar um að greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 240 milljón króna framlagi til að mæta útgjöldum. Á móti er lagt til að fallið verði frá framlögum ríkissjóðs til starfsendurhæfingasjóða á árinu.

Óskert nemur desemberuppbót tæpum 52 þúsund krónum en greiðslan verður aldrei lægri en 12.946 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×