Innlent

"Hann hótaði að gera þetta fyrir nokkrum mánuðum"

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Systur Sævars Rafns Jónassonar, sem lést eftir að hafa skipst á skotum við lögreglu í gær, segja hann hafa hótað aðgerðunum nokkrum mánuðum áður en hann lét til skarar skríða.Sigríður Ósk og Anna Jóna Jónasdætur segja gjörðir bróður síns vera beina afleiðingu af lélegu heilbrigðiskerfi fyrir geðfatlaða. Þær segja harmleik gærdagsins hafa legið í loftinu.Sævar var mjög reiður út í samfélagið þar sem hann fann sig aldrei, lögregluna, geðlækna og félagsmálayfirvöld. Hann hótaði að grípa til vopna fyrir nokkrum mánuðum og talaði um að hann vildi drepa annað fólk. Þær systur segjast hafa látið lögreglu vita af því.„Hann var búin að vera að hóta þessu. Sævar fann sig svo vanmáttugan gagnvart fólki og það er líklega ástæðan fyrir því að hann hótaði því að vilja kála öðrum. Við erum auðvitað harmi slegin yfir þessum atburði en þökkum fyrir að það var hann sem féll en ekki einhver annar“, segir Anna.Sævar hafði verið inn og út af geðstofnunum frá unglingsaldri en Anna segir að rauð ljós hafa verið farin að blikka fyrir löngu. Hún gagnrýnir félagsmálayfirvöld harðlega fyrir að hafa ekki gripið í taumana þegar systkini Sævars óskuðu eftir því.Sævar hefur tvisvar verið sviptur sjálfræði tímabundið, en ekki er hægt að neyða sjálfráða einstakling til að leggjast inn á stofnun eða taka lyf. Sævar bjó í húsnæði fyrir geðfatlaða að Starengi í Grafarvogi áður en hann flutti í félagsíbúð Hraunbæ í haust. Þar þáði hann ekki þá þjónustu sem honum var boðin og tók engin lyf.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.