Lífið

Líf og fjör í undankeppni Skrekks

Bjarki Ármannsson skrifar
Austurbæjarskóli.
Austurbæjarskóli.
Undankeppni Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna, lauk í gærkvöldi en úrslitakeppnin fer fram næstkomandi mánudag klukkan sjö. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu og sýnd í opinni dagskrá á Skjá Einum.

Þeir sex skólar sem sigruðu í undankeppninni eru Seljaskóli, Langholtsskóli, Ingunnarskóli, Réttarholtsskóli, Fellaskóli og Laugalækjarskóli. Auk þess voru lið Hlíðarskóla og Hagaskóla valin sérstaklega af dómnefnd og munu því alls átta skólar keppa til úrslita.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru atriðin af ýmsum toga og ljóst að talsverður undirbúningur liggur að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.