Viðskipti innlent

Norska ríkisolíufélagið leitar á Drekasvæðinu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Petoro Iceland AS mun taka þátt í leyfinu ásamt kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC International Limited og Eykon Energy ehf. samkvæmt bréfi sem barst Orkustofnun í dag.
Petoro Iceland AS mun taka þátt í leyfinu ásamt kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC International Limited og Eykon Energy ehf. samkvæmt bréfi sem barst Orkustofnun í dag.
Norðmenn hafa ákveðið að Petoro, olíufélag norska ríkisins, verði þátttakandi að fjórðungs hlut í þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram á vef Orkustofnunar.

Petoro Iceland AS mun taka þátt í leyfinu ásamt kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC International Limited og Eykon Energy ehf. samkvæmt bréfi sem barst Orkustofnun í dag.

Áður en sérleyfið verður gefið út þarf norska Stórþingið að samþykkja þátttöku norska ríkisins og olíufélags þess, Petoro Iceland AS, í verkefninu. Í kjölfar þess og þegar aðilar sérleyfisins hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið mun Orkustofnun gefa út umrætt sérleyfi, væntanlega öðru hvoru megin við áramót.

Á vef Orkustofnunar kemur fram að stofnunin hafi í október síðastliðnum lokið umfjöllun sinni um sameiginlega umsókn Eykon Energy ehf. og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC International Limited um sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu.

Með þessari þriðju leyfisveitingu Orkustofnunar er úthlutun leyfa lokið samkvæmt öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu en umsóknarfrestur var til 2. apríl 2012. Orkustofnun hafði í janúar síðastliðinn veitt annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, Íslensku kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS og hins vegar Valiant Petroleum ehf., Kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS sérleyfi á Drekasvæðinu. 

Leyfin eru veitt með vísan til ákvæða laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum, reglugerðar nr. 884/2011, ásamt upplýsingum í sérleyfisumsókn og öðrum upplýsingum frá umsækjendum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×