Lífið

Frigore rýkur upp erlendan vinsældarlista

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Tónlistarmaðurinn Friðrik Thorl­acius er vinsæll í Hollandi.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Thorl­acius er vinsæll í Hollandi.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Thorl­acius, einnig þekktur sem Frigore, klifrar hratt upp vinsældalista hollenska útgáfufyrirtækisins Spinnin‘ Records. „Fyrirtækið er með app sem gerir tónlistarmönnum kleift að senda inn tónlist og hlustendum að kjósa hvaða lag þeim líkar best,“ útskýrir Friðrik. Lagið hans, sem ber titilinn Afro Jackin, er á hraðri uppleið á listanum.

Á föstudaginn var lagið í 127. sæti vinsældarlistans en fer hratt upp listann og er nú í 12. sæti.

Hægt er að kjósa lagið hér, í gegnum Facebook-vef Spinnin' Records.

Lagið fylgir fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.