Lífið

Dóplausir Mugison, Jónas og Ómar

Áfengi og eiturlyf verða víðsfjarri þegar hljómsveitin Drangar stígur á stokk í Edrúhöllinni í kvöld.
Áfengi og eiturlyf verða víðsfjarri þegar hljómsveitin Drangar stígur á stokk í Edrúhöllinni í kvöld.
Drangar er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Mugison, Jónasi Sig & Ómari Guðjóns. Þeir ætla að koma fram í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, í kvöld og spila fyrir gesti og gangandi.

Í tilkynningu segir meðal annars að tónleikarnir séu liður í tónleikaröð SÁÁ, Kaffi, kökur og rokk&ról, sem hefur nú staðið yfir í 3 ár. Húsið opnar klukkan 20 og er miðaverð þúsund krónur. „SÁÁ hvetur  foreldra til að koma með unglinga með sér til að þau fái að njóta frábærra tónleika í alúðlegu umhverfi þar sem áfengi og eiturlyf eru víðsfjarri.“

Hér fyrir neðan má sjá þá Dranga flytja lag sitt Örmagna í Stúdíó 12 á Rás 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.