Órói á mörkuðum vegna boðaðra skuldaleiðréttinga Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 15:50 Jón Bjarki Bentsson. Mynd/samsett Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“ Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent