Viðskipti innlent

Flest erlend flugfélög horfin af braut frá Keflavík

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þrjár af hverjum fjórum ferðum frá Leifsstöð voru á vegum Icelandair.
Þrjár af hverjum fjórum ferðum frá Leifsstöð voru á vegum Icelandair. Mynd/Pjetur
Flest þau erlendu flugfélög sem hingað fljúga hurfu á braut í byrjun september. Frá þessu er greint á vefsíðunni Túristi .is.

Í síðasta mánuði voru aðeins átta félög sem buðu upp á áætlunarferðir erlendis frá Keflavík. Alls voru farnar tæplega 900 áætlunarferðir til útlanda í október. Þrjár af hverjum fjórum ferðum frá Leifsstöð voru á vegum Icelandair og ferðir Wow Air námu um 15% af heildinni. Hin félögin sex skiptu á milli sín tíundu hverri ferð en Easy Jet er þriðja umsvifamesta félagið sem hingað flýgur.

Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×