Kerecis fékk grænt ljós á lækningavörur vestan hafs Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Kerecis stofnað af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni [lengst til vinstri]framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni og Hilmari Kjartanssyni lækni. Ernest Kenney einkaleyfalögfræðing vantar á myndina Mynd/Kerecis Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf