Kerecis fékk grænt ljós á lækningavörur vestan hafs Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Kerecis stofnað af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni [lengst til vinstri]framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni og Hilmari Kjartanssyni lækni. Ernest Kenney einkaleyfalögfræðing vantar á myndina Mynd/Kerecis Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira