Viðskipti innlent

Kaupa 85% í Hótel Borg

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fasteignasjóður Stefnis, SRE II, er einn stærsti fasteignasjóðurinn hér á landi. Hluthafar eru margir af stærstu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum landsins
Fasteignasjóður Stefnis, SRE II, er einn stærsti fasteignasjóðurinn hér á landi. Hluthafar eru margir af stærstu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum landsins
Fasteignasjóður á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, SRE II, hefur gengið frá kaupum á 85 prósenta hlut í Hótel Borg.

Núverandi eigendur húsnæðisins, Lárus Blöndal og Aðalsteinn Karlsson, sem eiga einkahlutafélagið Borgin okkar ehf., halda áfram fimmtán prósenta hlut. 

„Keahótel ehf. er leigutaki og rekstraraðili Hótel Borgar og mun vera það áfram," segir Þórhallur Hinriksson, framkvæmdastjóri fasteignasjóðsins. Hann segir að sjóðurinn stefni að því að stækka eignina með því að bæta 43 herbergjum við hótelið.

„Hótel Borg hefur gegnt veigamiklu hlutverki í íslenskri ferðaþjónustu í rúm 80 ár og væntum við þess að sú verði raunin áfram. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins og fjölgun gistinátta. Við sjáum því töluverð tækifæri í mögulegri stækkun hótelsins úr 56 herbergjum í um 100 og að tryggja þannig enn frekar stöðu Hótel Borgar til lengri tíma,“ segir Þórhallur í tilkynningunni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×