Steingrímur Páll greiði Arion banka milljarð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 17:16 Steingrímur Páll Kárason var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings banka. Myndir/Pjetur og GVA Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings var í dag dæmdur í Hæstarétti til að greiða Arion banka hf. rúman milljarð íslenskra króna með dráttarvöxtum. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Héraðsóms Reykjavíkur frá því í janúar. Steingrímur Páll hafði tekið lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutum í bankanum. Með yfirlýsingu forstjóra Kaupþings hf. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að fullnusta ekki persónulegri ábyrgð hans á lánunum og að ábyrgð Steingríms takmarkaðist við hlutabréf sem sett hefðu verið að veði. Arion banki krafðist þess í málinu að Steingrími yrði gert að greiða fjárhæð sem svaraði til persónulegrar ábyrgðar hans á tveimur lánum sem Kaupþing hafði upphaflega veitt honum og Arion banki hafði fengið framseld. Byggði bankinn á því að með áðurgreindri yfirlýsingu hefði ekki verið felld niður ábyrgð Steingríms á þeim hluta lánanna sem ekki var varið til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þau lán sem Arion banki krafðist greiðslu á voru svokölluð þekjulán sem bættust við upphaflegu lánin frá Kaupþingi, það er að segja lán sem veitt voru vegna hækkunar á hlutafé, sem Steingrímur hafði áður fengið lánað til að fjárfesta í. Talið var að hvorki sjónarmið um forsendubrest né ósanngirnisástæður ættu við í málinu. Þá voru yfirlýsingar stjórnar og forstjóra Kaupþings um niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar ekki taldar eiga við um lánssamningana. Loks var talið að lánssamningar hefðu falið í sér gilt lán í erlendum gjaldmiðlum og að Arion banka hefði verið heimilt að umreikna lánin samkvæmt ákvæðum samninganna í íslenskrar krónur. Steingrími var þannig gert að greiða Arion banka hf. tæpar 900 milljónir sem með dráttarvöxtum fer yfir milljarð íslenskra króna.Steingrímur hefur áður verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón króna ásamt vöxtum, en það var sá hluti lánanna sem nýttur var til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þar var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík. Steingrímur var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri misnotkun Kaupþings banka. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings var í dag dæmdur í Hæstarétti til að greiða Arion banka hf. rúman milljarð íslenskra króna með dráttarvöxtum. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Héraðsóms Reykjavíkur frá því í janúar. Steingrímur Páll hafði tekið lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutum í bankanum. Með yfirlýsingu forstjóra Kaupþings hf. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að fullnusta ekki persónulegri ábyrgð hans á lánunum og að ábyrgð Steingríms takmarkaðist við hlutabréf sem sett hefðu verið að veði. Arion banki krafðist þess í málinu að Steingrími yrði gert að greiða fjárhæð sem svaraði til persónulegrar ábyrgðar hans á tveimur lánum sem Kaupþing hafði upphaflega veitt honum og Arion banki hafði fengið framseld. Byggði bankinn á því að með áðurgreindri yfirlýsingu hefði ekki verið felld niður ábyrgð Steingríms á þeim hluta lánanna sem ekki var varið til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þau lán sem Arion banki krafðist greiðslu á voru svokölluð þekjulán sem bættust við upphaflegu lánin frá Kaupþingi, það er að segja lán sem veitt voru vegna hækkunar á hlutafé, sem Steingrímur hafði áður fengið lánað til að fjárfesta í. Talið var að hvorki sjónarmið um forsendubrest né ósanngirnisástæður ættu við í málinu. Þá voru yfirlýsingar stjórnar og forstjóra Kaupþings um niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar ekki taldar eiga við um lánssamningana. Loks var talið að lánssamningar hefðu falið í sér gilt lán í erlendum gjaldmiðlum og að Arion banka hefði verið heimilt að umreikna lánin samkvæmt ákvæðum samninganna í íslenskrar krónur. Steingrími var þannig gert að greiða Arion banka hf. tæpar 900 milljónir sem með dráttarvöxtum fer yfir milljarð íslenskra króna.Steingrímur hefur áður verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón króna ásamt vöxtum, en það var sá hluti lánanna sem nýttur var til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þar var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík. Steingrímur var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri misnotkun Kaupþings banka.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira