Steingrímur Páll greiði Arion banka milljarð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 17:16 Steingrímur Páll Kárason var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings banka. Myndir/Pjetur og GVA Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings var í dag dæmdur í Hæstarétti til að greiða Arion banka hf. rúman milljarð íslenskra króna með dráttarvöxtum. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Héraðsóms Reykjavíkur frá því í janúar. Steingrímur Páll hafði tekið lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutum í bankanum. Með yfirlýsingu forstjóra Kaupþings hf. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að fullnusta ekki persónulegri ábyrgð hans á lánunum og að ábyrgð Steingríms takmarkaðist við hlutabréf sem sett hefðu verið að veði. Arion banki krafðist þess í málinu að Steingrími yrði gert að greiða fjárhæð sem svaraði til persónulegrar ábyrgðar hans á tveimur lánum sem Kaupþing hafði upphaflega veitt honum og Arion banki hafði fengið framseld. Byggði bankinn á því að með áðurgreindri yfirlýsingu hefði ekki verið felld niður ábyrgð Steingríms á þeim hluta lánanna sem ekki var varið til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þau lán sem Arion banki krafðist greiðslu á voru svokölluð þekjulán sem bættust við upphaflegu lánin frá Kaupþingi, það er að segja lán sem veitt voru vegna hækkunar á hlutafé, sem Steingrímur hafði áður fengið lánað til að fjárfesta í. Talið var að hvorki sjónarmið um forsendubrest né ósanngirnisástæður ættu við í málinu. Þá voru yfirlýsingar stjórnar og forstjóra Kaupþings um niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar ekki taldar eiga við um lánssamningana. Loks var talið að lánssamningar hefðu falið í sér gilt lán í erlendum gjaldmiðlum og að Arion banka hefði verið heimilt að umreikna lánin samkvæmt ákvæðum samninganna í íslenskrar krónur. Steingrími var þannig gert að greiða Arion banka hf. tæpar 900 milljónir sem með dráttarvöxtum fer yfir milljarð íslenskra króna.Steingrímur hefur áður verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón króna ásamt vöxtum, en það var sá hluti lánanna sem nýttur var til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þar var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík. Steingrímur var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri misnotkun Kaupþings banka. Mest lesið S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings var í dag dæmdur í Hæstarétti til að greiða Arion banka hf. rúman milljarð íslenskra króna með dráttarvöxtum. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Héraðsóms Reykjavíkur frá því í janúar. Steingrímur Páll hafði tekið lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutum í bankanum. Með yfirlýsingu forstjóra Kaupþings hf. var tilkynnt að ákveðið hefði verið að fullnusta ekki persónulegri ábyrgð hans á lánunum og að ábyrgð Steingríms takmarkaðist við hlutabréf sem sett hefðu verið að veði. Arion banki krafðist þess í málinu að Steingrími yrði gert að greiða fjárhæð sem svaraði til persónulegrar ábyrgðar hans á tveimur lánum sem Kaupþing hafði upphaflega veitt honum og Arion banki hafði fengið framseld. Byggði bankinn á því að með áðurgreindri yfirlýsingu hefði ekki verið felld niður ábyrgð Steingríms á þeim hluta lánanna sem ekki var varið til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Þau lán sem Arion banki krafðist greiðslu á voru svokölluð þekjulán sem bættust við upphaflegu lánin frá Kaupþingi, það er að segja lán sem veitt voru vegna hækkunar á hlutafé, sem Steingrímur hafði áður fengið lánað til að fjárfesta í. Talið var að hvorki sjónarmið um forsendubrest né ósanngirnisástæður ættu við í málinu. Þá voru yfirlýsingar stjórnar og forstjóra Kaupþings um niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar ekki taldar eiga við um lánssamningana. Loks var talið að lánssamningar hefðu falið í sér gilt lán í erlendum gjaldmiðlum og að Arion banka hefði verið heimilt að umreikna lánin samkvæmt ákvæðum samninganna í íslenskrar krónur. Steingrími var þannig gert að greiða Arion banka hf. tæpar 900 milljónir sem með dráttarvöxtum fer yfir milljarð íslenskra króna.Steingrímur hefur áður verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón króna ásamt vöxtum, en það var sá hluti lánanna sem nýttur var til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þar var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík. Steingrímur var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri misnotkun Kaupþings banka.
Mest lesið S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira