Laugarásbíó situr eitt að kókinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. nóvember 2013 16:22 Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár. Eins og greint hefur verið frá munu Sambíóin héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en fyrirtækin hófu samstarf á föstudag. Er það í fyrsta sinn í yfir 30 ár sem Sambíóin selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum. Með þessu nýja samstarfi er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola, og þar með hina sígildu tvennu, „popp og kók“. Það er Laugarásbíó sem það gerir, en á landsbyggðinni selur Borgarbíó á Akureyri einnig Coca-Cola. „Við ætlum að halda áfram að bjóða upp á kók,“ segir Magnús Geir Gunnarsson, forstjóri Laugarásbíós, í samtali við Vísi. „Við vorum að gera nýjan samning við Vífilfell og við eigum mjög gott samstarf við þá en maður veit auðvitað ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Magnús segir að þó Ölgerðin bjóði upp á kolsýrt vatn vilji 95 prósent fólks sykrað gos þegar það fer í bíó. „Fólk vill gera vel við sig og fær sér því popp og kók. Svo held ég að það skemmti ekki fyrir að Coca-Cola er mjög gott vörumerki.“Ósammála úrskurði samkeppnisyfirvalda Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár en að umfang viðskiptanna hafi ekki réttlætt þau kjör sem falast var eftir, en Árni segir sölu á drykkjarvörum í kvikmyndahúsum nema mjög litlum hluta af heildarsölu Vífilfells. Aðspurður hvort ekki hafi verið hægt að bjóða betur en Ölgerðin svarar Árni því að samkeppnisyfirvöld hafi úrskurðað að Vífilfell sé markaðsráðandi fyrirtæki á gosdrykkjamarkaði á Íslandi. Því sé Vífilfell ósammála og úrskurðir samkeppnisyfirvalda séu til meðferðar fyrir dómstólum. „Markaðsráðandi fyrirtæki sæta miklum takmörkunum við gerð viðskiptasamninga. Augljóst er að á meðan ekki gilda sambærilegar reglur í þessum efnum um Vífilfell og Ölgerðina verður samkeppni á markaðnum brengluð.“En er það órjúfanleg hefð að bíóhús skipti einungis við einn söluaðila gosdrykkja, og hvar stendur það lagalega? „Það er ekki óalgengt að söluaðilar kjósi að skipta eingöngu eða mestmegnis við einn gosdrykkjabirgja. Viðskiptavinum Vífilfells er frjálst að skipta við fleiri söluaðila. Ölgerðin og Samkeppniseftirlitið verða að svara því hvernig viðskiptahættir Ölgerðinnar standa lagalega.“Nú er alltaf talað um popp og kók. Er ekki mikilvægt fyrir ykkur að viðhalda þeirri málvenju? Hugtakið popp og kók hverfur ekki úr íslenskri málvenju þó svo boðið sé upp á aðrar tegundir gosdrykkja í nokkrum kvikmyndahúsum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá munu Sambíóin héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en fyrirtækin hófu samstarf á föstudag. Er það í fyrsta sinn í yfir 30 ár sem Sambíóin selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum. Með þessu nýja samstarfi er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola, og þar með hina sígildu tvennu, „popp og kók“. Það er Laugarásbíó sem það gerir, en á landsbyggðinni selur Borgarbíó á Akureyri einnig Coca-Cola. „Við ætlum að halda áfram að bjóða upp á kók,“ segir Magnús Geir Gunnarsson, forstjóri Laugarásbíós, í samtali við Vísi. „Við vorum að gera nýjan samning við Vífilfell og við eigum mjög gott samstarf við þá en maður veit auðvitað ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Magnús segir að þó Ölgerðin bjóði upp á kolsýrt vatn vilji 95 prósent fólks sykrað gos þegar það fer í bíó. „Fólk vill gera vel við sig og fær sér því popp og kók. Svo held ég að það skemmti ekki fyrir að Coca-Cola er mjög gott vörumerki.“Ósammála úrskurði samkeppnisyfirvalda Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir Sambíóin hafa verið frábæran samstarfsaðila í mörg ár en að umfang viðskiptanna hafi ekki réttlætt þau kjör sem falast var eftir, en Árni segir sölu á drykkjarvörum í kvikmyndahúsum nema mjög litlum hluta af heildarsölu Vífilfells. Aðspurður hvort ekki hafi verið hægt að bjóða betur en Ölgerðin svarar Árni því að samkeppnisyfirvöld hafi úrskurðað að Vífilfell sé markaðsráðandi fyrirtæki á gosdrykkjamarkaði á Íslandi. Því sé Vífilfell ósammála og úrskurðir samkeppnisyfirvalda séu til meðferðar fyrir dómstólum. „Markaðsráðandi fyrirtæki sæta miklum takmörkunum við gerð viðskiptasamninga. Augljóst er að á meðan ekki gilda sambærilegar reglur í þessum efnum um Vífilfell og Ölgerðina verður samkeppni á markaðnum brengluð.“En er það órjúfanleg hefð að bíóhús skipti einungis við einn söluaðila gosdrykkja, og hvar stendur það lagalega? „Það er ekki óalgengt að söluaðilar kjósi að skipta eingöngu eða mestmegnis við einn gosdrykkjabirgja. Viðskiptavinum Vífilfells er frjálst að skipta við fleiri söluaðila. Ölgerðin og Samkeppniseftirlitið verða að svara því hvernig viðskiptahættir Ölgerðinnar standa lagalega.“Nú er alltaf talað um popp og kók. Er ekki mikilvægt fyrir ykkur að viðhalda þeirri málvenju? Hugtakið popp og kók hverfur ekki úr íslenskri málvenju þó svo boðið sé upp á aðrar tegundir gosdrykkja í nokkrum kvikmyndahúsum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira