Vitni neita að svara spurningum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 11:46 Vilhjálmur Bjarnason og Björgólfur Thor Björgólfsson. Vitnaleiðslumáli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, athafnamanni, var frestað í dag. RÚV greinir frá þessu. Fyrsta vitni málsins bar fyrir sig þagnarskyldu og neitaði að svara spurningum. Vignir Rafn Gíslaon, forstöðumaður PwC á Akureyri byrjaði á að lesa upp yfirlýsingu fyrir dóminn. Sagðist hann vera löggiltur endurskoðandi og einn eigenda PwC og að sér væri hvorki skylt né heimilt að svara spurningum um Landsbankann eða viðskiptavini hans vegna þagnarskyldu. Að auki hefði slitastjórn Landsbankans höfðað mál gegn PwC vegna vinnu fyrirtækisins fyrir bankann á árunum fyrir hrun. Þá héldi stefnandi málsins, Vilhjálmur, því fram að lögbrot hefðu verið framin, því mætti hann skorast undan því að svara spurningum sem sneru að hugsanlegum lögbrotum. Lögmaður Vilhjálms spurði Vigni tveggja spurninga en hann neitaði að svara. Að svo búnu bað lögmaðurinn dómara að fresta vitnaleiðslunni og úrskurða hvort vitninu bæri að svara spurningum. Lögmaður Björgólfs tók undir beiðnina um frestun. Var því gert hlé á réttarhaldinu meðan dómari og lögmenn ræddu hvernig framhald málsins skyldi verða. Flest vitni málsins hafa neitað að sfvara efnislegum spurningum og borið við þagnar- og trúnaðarskyldu. Sum þeirra hafa bent á að að þau geti átt á hættuað fá 20 milljóna króna sekt ef þau segja eitthvað sem þeim er óheimilt, án þess að dómari leysi þá undan þagnarskyldu. Í réttarhaldinu hefur verið farið yfir hvernig Landsbankinn mat tengsl Björgólfs Thors við bankann og komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki tengdur aðili. Einnig hefur verið talað um tilfærslur á eignarhaldi í Landsbankanum. Rætt var um kaup félagsins Hersis á ákveðnum hlut Samsonar í Landsbankanum. Kaupin gengu til baka þegar fjármögnun fékkst ekki og eru viðskiptin skráð á núlli, bæði þegar Samson seldi hlutinn og fékk hann aftur. Þetta vitnaleiðslumál snýst meðal annars um að upplýsa hvort þessi viðskipti og aðrir þættir hafi verið notaðir til að fela eignarhald Björgólfs. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Vitnaleiðslumáli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, athafnamanni, var frestað í dag. RÚV greinir frá þessu. Fyrsta vitni málsins bar fyrir sig þagnarskyldu og neitaði að svara spurningum. Vignir Rafn Gíslaon, forstöðumaður PwC á Akureyri byrjaði á að lesa upp yfirlýsingu fyrir dóminn. Sagðist hann vera löggiltur endurskoðandi og einn eigenda PwC og að sér væri hvorki skylt né heimilt að svara spurningum um Landsbankann eða viðskiptavini hans vegna þagnarskyldu. Að auki hefði slitastjórn Landsbankans höfðað mál gegn PwC vegna vinnu fyrirtækisins fyrir bankann á árunum fyrir hrun. Þá héldi stefnandi málsins, Vilhjálmur, því fram að lögbrot hefðu verið framin, því mætti hann skorast undan því að svara spurningum sem sneru að hugsanlegum lögbrotum. Lögmaður Vilhjálms spurði Vigni tveggja spurninga en hann neitaði að svara. Að svo búnu bað lögmaðurinn dómara að fresta vitnaleiðslunni og úrskurða hvort vitninu bæri að svara spurningum. Lögmaður Björgólfs tók undir beiðnina um frestun. Var því gert hlé á réttarhaldinu meðan dómari og lögmenn ræddu hvernig framhald málsins skyldi verða. Flest vitni málsins hafa neitað að sfvara efnislegum spurningum og borið við þagnar- og trúnaðarskyldu. Sum þeirra hafa bent á að að þau geti átt á hættuað fá 20 milljóna króna sekt ef þau segja eitthvað sem þeim er óheimilt, án þess að dómari leysi þá undan þagnarskyldu. Í réttarhaldinu hefur verið farið yfir hvernig Landsbankinn mat tengsl Björgólfs Thors við bankann og komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki tengdur aðili. Einnig hefur verið talað um tilfærslur á eignarhaldi í Landsbankanum. Rætt var um kaup félagsins Hersis á ákveðnum hlut Samsonar í Landsbankanum. Kaupin gengu til baka þegar fjármögnun fékkst ekki og eru viðskiptin skráð á núlli, bæði þegar Samson seldi hlutinn og fékk hann aftur. Þetta vitnaleiðslumál snýst meðal annars um að upplýsa hvort þessi viðskipti og aðrir þættir hafi verið notaðir til að fela eignarhald Björgólfs.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira