Viðskipti innlent

Hlutabréf í Össuri yfir 10 krónur í Danmörku

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Verði hlutabréfa í Össuri hafa hækkað bæði á danska og íslenska markaðinum frá því uppgjör Össur á þriðja ársfjórðungi var kynnt. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag. IFS ráðgjöf kynnti nýtt virðismat fyrir fjárfesta á Össuri eftir að uppgjörið var birt.

Í virðismatinu er gefið verðið 10,4 í dönsku kauphöllinni en 231,7 í íslensku. Síðastliðin miðvikudag fóru bréf Össurar í fyrsta sinn yfir 10 króna múrinn í dönsku kauphöllinni. Bréf í Össuri hafa því hækkað um 22% frá því í maí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×