Viðskipti innlent

Hætta að nota hvítan sykur í kók

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér á landi er notaður hvítur sykur í kókið.
Hér á landi er notaður hvítur sykur í kókið.
Framleiðendur Coca-Cola í Mexíkó hafa ákveðið að hætta að nota sykurreyr í kókið þar og ætla að nota maíssykur í staðin. Latintimes segir frá.

„Á Íslandi er notaður venjulegur hvítur sykur í framleiðslu drykkjarins,“ segir Þórólfur Sveinn Sveinsson, yfirmaður rannsóknarstofu Vífilfells í Reykjavík.

Kókið í Mexíkó hefur lengi þótt með því betra í heiminum, bæði vegna sykursins en líka vegna vatnsins í Mexíkó. Víða um heim er notaður maíssykur í drykkinn, meðal annars í Bandaríkjunum. Kókunnendur þar í landi hafa brugðið á það ráð að flytja inn kók frá Mexíkó.

Ástæðan fyrir breytingunni í Mexíkó er sú að yfirvöld þar í landi hafa ákveðið að setja svokallaðan sykurskatt á gosdrykki. Það er gert í tilraunaskyni til þess að bregðast við offitu í Mexíkó en nýlegar rannsóknir sýna að yfir 70 prósent þjóðarinnar sé of feit.

Hér á landi var tekin sú ákvörðun að hækka gjöld á sykruðum matvælum. Þórólfur segir að þrátt fyrir það hafi hafi sú tillaga ekki komið inn á borð til hans að skipta yfir í maíssykur.

Hann segir að íslenska vatnið henti mjög vel til gosdrykkjaframleiðslu. Hann segi að sykurinn sem sé notaður sé þessi venjulegi góði sykur sem margir noti í kökur og kaffi: „Sem gerir kókið okkar mjög gott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×