Viðskipti innlent

1,7 milljarða hagnaður hjá N1

Rekstrartekjur N1 hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 voru 45.557 m.kr. samanborið við  46.748 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 1.727 m.kr. samanborið við 2.321 m.kr. á sama tímabili 2012. Heildarhagnaður tímabilsins var 794 m.kr. en á sama tímabili árið áður var hann 1.095 m.kr.

Á fyrstu níu mánuðum ársins féll til kostnaður vegna undirbúnings skráningar félagsins á markað og vegna sölu á Bílanausti að fjárhæð 117 m.kr. Áætlað er að á árinu 2013 verði rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir um 2.200 – 2.300 m.kr. fyrir kostnað við ráðgjöf vegna sölu Bílanausts og fyrirhugaðrar kauphallarskráningar félagsins.

Framtíðar markmið félagsins er að hlutfallið milli rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir og framlegðar af vörusölu, eins og þessir liðir koma fram í uppgjörum félagsins, verði á bilinu  27-30%. Félagið hefur jafnframt mótað stefnu varðandi fjármagnsskipan félagsins og arðgreiðslur sem gerir ráð fyrir að a.m.k. 50% af hagnaði ársins verði greidd til hluthafa og að eiginfjárhlutfall félagsins verði yfir 40%.

Félagið stefnir á að hlutabréf N1 verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands fyrir lok ársins. Stefnt er að því að 25-28% hlutafjár N1 verði boðin til sölu í útboði, sem haldið verður í aðdraganda skráningar.

Uppgjör N1 hf. á 3. ársfjórðungi 2013

Rekstrartekjur 45.557 m.kr. fyrstu níu mánuði ársins

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir 1.727 m.kr. eftir fyrstu 9 mánuði ársins og áætlaður um 2.200 -2.300 m.kr. á árinu 2013

Heildarhagnaður tímabilsins 794 m.kr.

Eiginfjárhlutfall 51,8%

Hreinar vaxtaberandi skuldir 485 m.kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×