Innlent

Fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs aftur á biðlaun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Áður en Guðrún tók við starfi sem bæjarstjóri starfaði hún lengi sem embættismaður hjá Kópavogsbæ.
Áður en Guðrún tók við starfi sem bæjarstjóri starfaði hún lengi sem embættismaður hjá Kópavogsbæ. mynd/Stefán Karlsson
Guðrún Pálsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, fær laun frá bænum fram í október á næsta ári. Í svari frá bænum kemur fram að bæjarstjórnin hafi ákveðið á fundi 22. október síðastliðinn að leggja niður starf sviðstjóra sérstakra verkefna sem Guðrún sinnti.

Samkvæmt frétt bæjarblaðsins Kópavogs er um hálft ár síðan að starf sviðstjóra sérstakra verkefna var búið til. Þar segir jafnframt að mánaðarlaun Guðrúnar séu um 1,1 milljón á mánuði.

Guðrún varð bæjarstjóri í meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, VG, Næst besta flokksins og Y-lista. Hún hætti sem bæjarstjóri Kópavogs þegar Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins tók við starfinu þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Y-listinn hófu samstarf í janúar 2012.

Áður en Guðrún tók við starfi sem bæjarstjóri starfaði hún lengi sem embættismaður hjá Kópavogsbæ. 



Í svari bæjarins segir að um skipulagsbreytingar á stjórnkerfi bæjarins sé að ræða. Aðgerðunum er ætlað að leiða til hagræðingar í rekstri og skilvirkara fyrirkomulags í rekstri bæjarins.



„Í samræmi við kjarasamning á sviðstjóri sérstakra verkefna rétt á tólf mánaða biðlaunum til og með október 2014. Leggja ber áherslu á að í því er ekki fólginn kostnaður umfram launagreiðslur fyrir þann sama tíma ef starf sviðsstjóra hefði ekki verið lagt niður. Sparnaðurinn af breytingunni mun hins vegar koma fram af fullum þunga að loknu ofangreindu tímabili,“ segir í svarinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×