Viðskipti innlent

1.432 fyrirtæki nýskráð á árinu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fyrstu níu mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.432, en það er 8,6 prósentustiga aukning frá sama tíma 2012.
Fyrstu níu mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.432, en það er 8,6 prósentustiga aukning frá sama tíma 2012. Mynd/Vilhelm
124 einkahlutafélög voru nýskráð í septembermánuði samanborið við 138 félög í september í fyrra.

Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Íslands

Þar segir að flestar nýskráningarnar tengist fasteignaviðskiptum. Fyrstu níu mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.432, en það er 8,6 prósentustiga aukning frá sama tíma 2012 þegar 1.318 fyrirtæki voru skráð.

„Þá voru 77 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í septembermánuði. Fyrstu 9 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 669, en það er 15,5% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 792 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot það sem af er árinu er í flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, samtals 138," segir á heimasíðu Hagstofunnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×