Lífið

Einblíni vel á rassinn í hverri æfingu

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís Guðný Pétursdóttir, 20 ára, hefur náð þetta líka svona góðum árangri þegar kemur að líkamsrækt. Hún undirbýr sig þessa dagana með aðstoð Margrétar Gnarr fjarþjálfara fyrir Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna IFBB sem fram fer í Háskólabíói í byrjun nóvember.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvað Ásdís hefur náð góðum árangri með því að passa hvað hún borðar, lyfta lóðum og hreyfa sig.

mynd/páll Björnsson
Stefnir hátt

„Ég fór frá 29% yfir í 15% fituprósentu á níu mánuðum. Ég var um 59 kíló eftir jólaátið og er núna 55 kíló.  Ég byrjaði að æfa af viti árið 2011 en ég rauk upp í þyngd í fyrra. Ég var nýkomin frá Ameríku mun þyngri en ég hef nokkrum sinnum verið áður," segir Ásdís spurð um árangurinn.



Fjarþjálfun Margrétar Gnarr birti þessar fyrir/eftir myndir af Ásdísi.
Einblínir á rassinn

Hver er lykillinn að þessum árangri eins og sjá má á þessum myndum af þér (hér að ofan)?
 „Með því að taka hnébeygjur og lappir, rass, framan á læri og aftan á og ég einblíni vel á rassinn í hverri æfingu," svarar Ásdís.

„Góður þjálfari er mjög mikilvægur ef þú hefur efni á því en hollt mataræði er númer eitt tvö og þrjú.  Síðan að hafa hugann við efnið og gleyma ekki hvert maður stefnir. Hreyfa sig reglulega en passa sig samt að æfa ekki of mikið," svarar hún.

Hvert stefnir þú? „Ég veit ekki hvert ég stefni. Ég veit bara að ég stefni hátt."



Lyftir sex sinnum í viku

Viltu gefa okkur innsýn í æfingaprógrammið?  
"Ég lyfti sex sinnum í viku og ég brenni þrisvar til fjórum sinnum í viku á morgnana. Svo nota ég sunnudaga sem hvíldardag."

„Ég skipti líkamspörtum niður á daga. Ég tek sirka eina klukkustund í lyftingar og reyni að gefa mér góðan tíma því vöðvar stækka í hvíld. Ég reyni samt að passa hjartsláttinn og svo tek ég tuttugu mínútna langa brennslu eftir á ef ég er að fara að keppa en annars tek ég ekki brennslu eftir lyftingarnar. Og ég tek alltaf tíu mínútna upphitun áður en ég lyfti,"útskýrir Ásdís.



Margrét Gnarr þjálfari

Nú ertu í fjarþjálfun hjá Margréti Gnarr? „Já hún á svo stóran þátt í þessu öllu saman. Ég byrjaði hjá henni í þjálfun í byrjun árs og er enn," svarar Ásdís en bætir síðan við:

 „Hafðu trú á þér því það er allt hægt. Það eru engin töfraráð við að árangri og aðeins þú getur stjórnar þessu."

„Ég er tvítug og starfa sem sætisvísa í Hörpunni," segir Ásdís spurð um aldur og starf.
Matardagbók Ásdísar

Morgunmatur - hafragrautur.

Millimál - ávöxtur og Hámark.

Hádegismatur - fiskur, sætar kartöflur og grænmeti.

Millimál - Mastermeal súpa.

Millimál - poppkex með hnetusmjöri fyrir æfingu.

Æfing

Strax eftir æfingu - prótein og banani.

Kvöldmatur - kjúklingur, sætar kartöflur (eða brún hrísgrjón) og grænmeti.

Fyrir svefn - Casein prótein.

„Þetta er svona „off season plan" og plan sem ég nota oftast þegar ég er ekki að skera niður," segir Ásdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.