Innlent

Bílar útaf vegi í Öxnadal

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að aðstoða fólk sem fóru útaf í Öxnadal.
Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að aðstoða fólk sem fóru útaf í Öxnadal.
Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að aðstoða fólk í þremur bílum sem fóru útaf í Öxnadal í gærkvöldi og í nótt. Bakkaselsbrekka lokaðist í hálftíma þegar stór flutningabíll rann þversum á veginum og hálfur útaf.

Það fór á snjóa á þessum slóðum í gærkvöldi og snjó hefur kyngt niður á Akureyri í alla nótt. Nú undir morgun var hann orðinn liðlega 30 sentímetra djúpur að sögn lögreglu, og þæfingsfærð í öllum húsagötum, en snjóruðningsmenn hófu hreinsun aðal umferðargatna seint í nótt.

Engan sakaði í bílunum þremur, sem höfnuðu utan vegar. Það snjóaði líka talsvert í Bolungarvík í nótt, en þó ekki svo að færð spilltist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×