Viðskipti innlent

Hækkun í öllum vöruflokkum samkvæmt verðkönnun ASÍ

Samúel Karl Ólason skrifar
Mest verðbreyting á matarkörfu ASÍ hefur orðið í Iceland verslununum.
Mest verðbreyting á matarkörfu ASÍ hefur orðið í Iceland verslununum. Mynd/ASI
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum frá september 2012 til október á þessu ári. Hjá Nettó stendur vörkarfan nánast í stað á milli mælinga. Mesta hækkunin er hjá Iceland þar sem hækkunin er 16%. Hjá Krónunni hækkaði karfan um 10% og 9% hjá Víði.

Hækkanir má sjá milli ára í öllum vöruflokkum en mest hafa grænmeti og ávextir hækkað og þar má sjá allt að 25% hækkun. Sælgæti hefur hækkað mikið í öllum verslununum og þá mest hjá 10-11, en þar mældist 14,3% hækkun.

Verðbreytingar voru skoðaðar í lágvöruverslununum Bónus, Krónunni, Nettó og Iceland. Einnig voru breytingar skoðaðar í almennu matvöruverslununum Hagkaupum, Nóatúni, Samkaupum-Úrvali, Tíu-ellefu, Samskaupum-Strax og Víði. Ekki var um beinan verðsamanburð að ræða, heldur einungsi upplýsingar um verðbreytingar á milli mælinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×