Lífið

Peter Jackson vill hætta í Hollywood

Peter Jackson
Peter Jackson AFP/NordicPhotos
Leikstjórinn Peter Jackson, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Hringadróttinssögu sagði í viðtali við The New Zealand Herald í vikunni að hann væri ekki með fleiri stórmyndir í pípunum, eftir að síðasta Hobbitamyndin og tvær myndir um Tinna sem hann vinnur með Steven Spielberg koma út.

Jackson vill frekar halda sig í heimalandinu, Nýja-Sjálandi, þar sem hann tók upp Hringadróttinssögu og Hobbita-myndirnar, til þess að vinna að smærri verkefnum þar í landi.

Leikstjórinn sagði í viðtalinu að hann og maki hans, Fran Walsh, sem hefur skrifað og framleitt flest allar myndir Jacksons, eigi nokkrar nýsjálenskar sögur upp í erminni sem þau vilja vinna að í sameiningu.

Hann segir jafnframt í viðtalinu að hann vilji stíga út úr Hollywood um tíma, og að hann sé með nokkrar frábærar hugmyndir að smærri bíómyndum. 

Þá þykir líklegt að Jackson snúi aftur til indí-kvikmyndagerðar sem upprunalega kom ferli hans af stað. Þar ber helst að nefna kvikmyndina Heavenly Creatures sem kom út árið 1994.

Síðan Jackson leikstýrði fyrstu Lord of the Rings kvikmyndinni árið 2001, hefur hann leikstýrt myndum á borð við King Kong og The Lovely Bones sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna - en þær hafa allar átt mikilli velgengni að fagna og skilað miklum hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.